„Vinur elskar ætið og í raunum er hann sem bróðir.“

Undanfarna daga hef ég verið að hugsa um vináttuna og gildi hennar. Að eiga trausta og góða vini er mikill fjársjóður sem fæðir af sér óteljandi minningar og gleði. Ég segi stundum við fólk sem ég hitti, gerðu Guð að vini þínum Hann bregst aldrei. „Vinur elskar ætið og í raunum er hann sem bróðir.“ ( Orðsk. 17;17 )

Vináttusambönd eru einhver fallegustu og nánustu sambönd sem við getum átt. Til að geta deilt lífi okkar, vonum okkar, gleði og vonbrigðum, þurfum við að eiga vin. Nútímafólk er oft mjög önnum kafið, og því miður bitnar það stundum á því hvernig við ræktum sambandið við vini okkar. En á öllum tímum hefur fólk metið það mjög mikils að eiga góða vini. Við erum svo blessuð að geta átt vin í Guði og Jesús Kristi, Guð þráir að eiga náið vinasamband við okkur.

Engin á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það sem ég býð yður.“ (Jóh. 15;13-)
Jesús sannaði vináttu sína þegar hann dó á krossinum fyrir okkur.Gerðu Jesú Krist að víni þínum, Hann mun aldrei bregðast þér.

Guð gefi þér yndislegan dag
Helena
ps. Orð Guðs til þín "Lesa"

Blóm og vinátta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Takk fyrir þetta góða innlegg Ásgeir, í sunnudagaskóla lærði ég söng sem heitir Jesús er  besti vinur barnanna. Jesús bregst okkur aldrei. Góður maki og börn er blessun frá Guði.
Guð blessi þig.
Helena

Helena Leifsdóttir, 24.11.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband