Ekki orð...frekar en fyrridaginn!

solveig 11 nov 07 523Ég settist við tölvuna mína meðan kjúklingurinn mallaði í ofninum og var satt best að segja spennt að skoða umfjöllun fjölmiðla um BÆNAGÖNGUNA " Ljós í myrkri 2008 " Nei...ekki orð, myndir eða lítil umsögn. Ja, hérna hugsaði ég meðan ég smellti á netmiðla. Nei... en full ástæða var að setja inn frétt frá fámennum mótmæla fundi við Alþingishúsið. Núna hef ég uppgötvað að fjölmiðlar hafa ekki áhuga á góðum fréttum allra síst fréttum af kristnu fólki frá öllum kirkjudeildum sem sameinast ( ath. samstaða og eining)í bænagöngu að Alþingishúsinu og biðja þjóðinni og ráðamönnum blessunar.

Kristnir menn eru of friðsamir það er ekki spennandi fréttaefni. Ekkert egg flaug að húsi, enginn hnefi á loft,reiðiöskur, æsingur,hróp og köll..hatur og reiði gegn ráðamönnum þjóðarinnar.
Lindin var með beina útsendingu frá athöfninni, allt fór sérstaklega vel fram af virðingu og kurteisi við Guð og menn. Íslenski fáninn sem ber mynd af krossi Jesú Krists var hafin upp, beðið fyrir þjóðinni til lausnar og blessunar að kærleikur Guðs sem gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf snerti menn og konur - Okkur öll.

Þjóðin þarf ekki galdur né nornaseið til lausnar, það hefur aldrei gefið vel af sér að vera í vinfengi við myrkrahöfðingjan. Guð forði okkur frá þeirri blekkingu og lýgi sem heiðindómur reynir að heilla þjóðina með.

Eftir bænagönguna var heitt kakó á Hernum, Súpa og brauð á veitingastaðnum Basil og Lime á vegum ABC barnahjálpar til styrktar starfinu. Vegurinn kristið samfélag var með basar.Í Hafnarborg í Hafnarfirði var yndisleg kóraveisla og Jólaþorpið iðaði af mannlífi. Frábær dagur með góðu fólki út um allan bæ.

Guðs blessun og náð umvefji okkur öll.
Viltu lesa safaríkt orð?  Smelltu hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ganga var fín.Ekki veitir okkur af því að biðja fyrir landi og þjóð.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl og blessuð.
Sammála þér Bænaganga er stórkostleg blessun fyrir þjóðina okkar og skot inní andaheiminn.Baráttan sem við eigum í er ekki við hold og blóð heldur andaverur vonskunnar í himingeymnum.
Ég var að lesa viðtalið inná Vísi við ykkur hjónin dapurlegt að drengurinn þinn fékk ekki þá hjálp sem hann þurfti. Sorglegast er að sagan endurtekur sig.

Birna Dís ...Guð blessi þig margfaldlega.
Helena

Helena Leifsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Helena mín.

Því miður brást RUV eins og í fyrra. Þeir auglýsa eftir góðum fréttum. Kannski hefði einhver átt að senda inn ábendingu um Bænagönguna.

Við höfum því miður rekið okkur á þetta aftur og aftur að það eru menn við völd innan RUV sem eru andsnúnir hinum kristnu gildum og einnig er fréttaflutningur frá Miðausturlöndum einsleitur. Alltaf eru það Gyðingar sem fremja ódæði en PLO og fleiri samtök eru hvítþvegin í okkar kommúníska útvarpi.

Vertu Guði falin

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:41

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Blessuð og sæl.
Satt segir þú ég hef oft verið hissa á fréttaflutning RUV og virðist mér fréttastofan frekar hiðholl vinstri öflum sem er angi af kommunisma (andkrists-andi) þessvegna þurfum við að biðja Guð að hans fólk sjái metnað í að líkjast Josef, manni sem var hafin til vegs og virðingar í stjórnsýslu Epyptalands. Guðsfólk þarf að eiga sæti og áhrif á öllum vígstöðvum á Íslandi. Hvernig líst þér á það?

Blessjú.
Helena

Helena Leifsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Linda

Ofboðslega er ég sammála þér Helena mín, og ekki síður, athugasemd þinni hér fyrir ofan.  Það verður að skipuleggja aðra göngu í vor,  e.t.v. viku fyrir Páska, eða á hinum Gyðinglegu Páskum og auglýsa, vel, tala við fjölmiðla, skipuleggja, skipuleggja vel og vandlega, tala við kirkjur fá að fara í ræðu púltið og útskíra hvers vegna þetta er mikilvægt, gera þetta fólkinu í landinu mikilvægt.  Það væri ágætt að byrja eftir áramót.  Verið í bandi við mig.

 bk.

Linda.

Linda, 7.12.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Linda mín.
Takk fyrir innlitið, ég tek undir með þér vinnan fyrir næstu bænagöngu þarf að undirbúa betur. Sérstaklega varðandi systkini okkar í þjóðkirkjunni mér finnst mikilvægt að þau fjölmenni. Góð hugmynd varðandi Páska göngu, páskarnir eru mikilvægasta hátíð ársins.

Kær kveðja.
Helena

Helena Leifsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband