22.4.2006 | 23:42
Hverjar erum við?
Konur um allan heim hafa sömu þörf fyrir kærleika,fyrirgefningu,skilning,vináttu,hlýju,uppörfun og lífstilgang. Það skiptir engu máli hvar við erum staddar í lífinu,konur á öllum aldri óháð stöðu okkar í þjóðfélaginu þurfa að kynnast elsku Guðs og fyrirgefningu.
Aglow er verkfæri Guðs til að ná til kvenna í öllum kirkjudeildum,færa þeim nýja von,gleði og kærleika Guðs og innri lækningu gegnum bæn og sáttargjörð.
Sem Aglow konur viljum við færa blessun Guðs til fjölskyldna okkar,vinnufélaga,nágrana og samfélagsins í heild sinni. Á Íslandi hafa hundruðir kvenna heyrt fagnaðarerindið um Jesúm Krist á fundunum okkar,margar konur hafa upplifað guðlega lækningu fyrir líkama sinn,heilu fjölskyldurnar hafa upplifað lausn og kærleika Guðs og umhyggju.
Þessi síða inniheldur myndir og fréttir af starfsemi Aglowkvenna á Íslandi það er ósk mín að þú megir hafa bæði gagn og gaman af www.aglow.blog.is
Ég vil einnig benda þér á heimasíðu Aglow á Íslandi www.aglow.is
Takk fyrir komuna.
Góður Guð blessi þig.
Helena Leifsdóttir
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.