10.12.2008 | 19:44
Jólafundur Aglow í Garðabæ
Jólafundur Aglow í Garðabæ
fimmtudaginn 11. des kl.20.00
í Skátaheimilinu v/ Bæjarbraut
Aglowfundurinn verður hátíðlegur við gæðum okkur á konfekti, mandarínum, tertum og smákökum. Syngjum saman jólalög og hlustum á einleik á gítar. Halldóra Ásgeirsdóttir (bloggari) flytur Orð kvöldsins, bænakarfan fyrir bænaefni, lofgjörð og tilbeiðsla.
Allar konur hjartanlega velkomnar.
Aðgangseyrir kr.700
Góður Guð blessi þig margfalt
Athugasemdir
Christmas Glitter
Sæl og blessuð
Flottur ræðumaður hjá ykkur.
Þetta hlýtur að hafa verið magnað.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.12.2008 kl. 17:04
Sæl Rósa mín. / Glimmer-skvísa
Takk fyrir flotta glimmer mynd. Fjölmennasti Aglow fundurinn til þessa þrátt fyrir stormviðvörun og beljandi riggningu. Fundurinn var yndislegur, jólaleg stemming við undirleik Arons sem lék á gítar, nýjar dívur stigu á svið og sungu jólalög. Halldóra flutti frábæra hugleiðingu út frá Lúkasarguðspjalli. Við höldum inní hátíðina blessaðar í Guði.
Blessunaróskir til þín...erum að setja upp heimasíðu fyrir Aglow hópinn í Garðabæ
www.aglowgb.net
Sykursætar kveðjur austur á firði.
Helena
Helena Leifsdóttir, 13.12.2008 kl. 18:38
Sæl og blessuð.
Halldóra spurði hvernig Tigerific jól væru.?Þegar stórt er spurt er fátt um svör og galsinn kom uppí mér aftur og ég sendi henni hallærislega mynd. Sem betur fer nær hún ekki í mig núna til að tukta mig til. Sendi þér sýnishorn.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:25
Rósa...úbbs ( húmorinn dansar við þig núna)
Ég er ekki viss um að Dóra sé heilluð sennilega finnst henni þú hafa hoppað of langt núna.
Helena Leifsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:44
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Halldóra hafði sem betur fer bara gaman af þessari vitleysu í mér.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.12.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.