11.2.2009 | 22:18
Fullkomlega læknuð af krabbameini - Guð heyrir bæn !
Aglow kvöld fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20. 00 í Garðabæ
Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)
Ræðukona á Aglow fundinum 12. febrúar verður Sólveig Traustadóttir, bænaleiðtogi Aglow á Islandi.Sólveig hefur gengt ýsmum trúnaðarstörfum innan Aglow á Íslandi, hún hefur leitt námskeið í sálgæslu og innri lækningu. Megin þjónusta Sólveigar í dag er bænaþjónusta.
Sólveig greindist með æxli í ristli í desember 2007 fór síðan í aðgerð og lyfjameðferð. Bænafólk um allt land bað fyrir Sólveigu. Í dag hafa læknar útskrifað hana og staðfest að hún er fullkomlega læknuð af krabbameini. Lof sé Guði einum fyrir kraftaverkið. Við hlökkum til að hlusta á Sólveigu, vitnisburð hennar og fyrirbæn sem verður í lok fundarins.
Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20.00 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart ( ómissandi gleðigjafi) Rakel og Helena taka fram gítarinn og leiða okkur í söng.
Skátaheimilið við Bæjarbraut
Allar konur eru hjartanlega velkomnar
www.aglowgb.net
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:50 | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Dásamlegt að heyra um lækninguna hennar Sólveigar.
Jesús er besti læknirinn.
Kíktu á bloggið hjá Halldóru og svo ertu velkomin á bloggið hjá mér.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:28
Sæl og blessuð Rósa mín.
Jesús er besti læknirinn, ég hef sjálf upplifað guðlega lækningu, var með æxli í hálsi sem hvarf algjörlega eftir fyrirbæn. Á síðasta Aglowfundi læknuðust tvær konur af alvarlegum kvillum sem hafði plagað þær um tíma.
Eitthvað nýtt er að gerast á meðal okkar, Guð er að minna okkur á að hann er hérna hjá okkur og vill snerta líkama og sál. Yndisleg tilfinng !
Kíkí á þig, Guðsblessun austur!
Kærleiks kveðja
Helena
Helena Leifsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:05
Hversvegna að pexa með lyf og aðgerð?
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 23:43
Jóhannes minn:
Þakka þér fyrir að kíkja við hjá okkur aglowkonum. Staðreyndin er sú að stærð æxlis og batahorfur voru mjög litlar. Við báðum fyrir læknum, lyfjameðferð, sjúkralegu, báðum Guð að gefa kraftaverk. Þrátt fyrir bænir læknast ekki allir, hversvegna get ég ekki svarað. En lækning Sólveigar er staðreynd sem ég þakka Guði fyrir.
Uppskriftin á síldinni ínná blogginu þínu er mjög spennandi. Síld er heimsins besti matur með kartöflum og lauk.
Guð blessi þig
Helena
Helena Leifsdóttir, 12.2.2009 kl. 00:07
Frábært.Takk fyrir hlýja kveðju.Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 07:12
Kæra Birna.
Alltaf gott að sjá þig, velkomin á Aglow í kvöld.
Guð gefi þér góðan dag.
Helena Leifsdóttir, 12.2.2009 kl. 10:32
Það er svo frábært að heyra um svona. Læknar eru að sjálfsögðu misjafnir eins og gengur en að hafa Guð í för með sér þegar maður leitar til þeirra er styrkur, þar sem Guð notar þá.
Flower, 12.2.2009 kl. 16:39
Sæl.
Það er hreint frábært að heyra af þessu kraftaverki og bænasvari Guðs,hann er að gera hreint frábæra hluti meðal okkar í dag.
Vertu Guði falin.
Kveðja
Eygló.
Eygló Hjaltalín, 12.2.2009 kl. 17:45
Stelpur mínar.
Kærar þakkir fyrir innilitð. Ég var að koma heim frá Aglowfundinum sem var hreint út sagt frábær,góð mæting . Sólveig sagði frá sinni erfiðu reynslu og mikilvægi þess að eiga lifandi trú,eiga bænalif og yndislega fjölskyldu. Margar konur komu til að fá bænablessun ( fyrirbæn)
Guð blessi ykkur
Helena Leifsdóttir, 13.2.2009 kl. 00:24
Ég skil ekki hvers vegna þarf að blanda læknum í málið þegar Guð getur bara smellt fingrunum og galdrað meinið burt. En hvaða fékk hún krabbann? Hefði Guð ekki bara getað sleppt því að láta hana fá krabbamein?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.2.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.