30.3.2009 | 01:16
Michael W. Smith er einn virtasti tónlistarmaðurinn í kristna geiranum.
Michael W. Smith er bæði vinsæll og virtur sem tónlistarmaður í gospel-geiranum. Hann er allt í senn söngvari, lagasmiður og spilar dável á píanó. Lofgjörðardiskarnir hans seljast í þúsundavís. Tónlistin hans er sungin í kirkjum og á Aglow fundum. Nýr diskur frá kappanum kom út fyrir stuttu síðan "A New Hallelujah" Titillagið heitir Majesty, dásamlega fallegt lag og texti sem fjallar um kærleika Guðs til okkar.
Drottinn styður alla þá, er ætla að hníga, og reisir upp alla niðurbeygða.
Allra augu vona á þig, og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma.
Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun.
Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum og miskunnsamur í öllum sínum verkum.
Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni.
Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast hann, og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.
Sálmur 145; 14- 19
Guð blessi þig.
Helena
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tónlist, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Thakka ther fyrir ad deila thessu dasamlega lagi,eg er mikid fyrir kristilega tonlist og bara rakst a thettad hja ther.TAKK TAKK.
Ásta Björk Solis, 30.3.2009 kl. 04:10
Sæl og blessuð Ásta Björk.
Þakka þér kærlega fyrir innlitið, gaman að fá íslenska konu í heimsókn sem býr í USA. Ég kíkti á bloggið þitt og sá að þú ert með grænaputta, ert að setja niður grænmeti, ég er einmitt í sömu hugleiðingum hér í Garðabænum að útbúa grænmetisgarð hér á baklóðinni. Gangi þér vel með búskapinn.
Takk fyrir innlitið - Gaman að sjá þig
Guð blessi þig og fjölskyldu þína.
Helena
Helena Leifsdóttir, 30.3.2009 kl. 10:18
Sæl og blessuð
Takk fyrir heilnæmt Guðsorð.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:08
Kæra besta Rósa
Takk fyrir innlitskvitt og hlýja kveðju. Ég er að undirbúa Aglowfund sem verður núna á fimmtudaginn, Þórdís Sigurðardóttir ein af stofnendum Foreldrahúss verður getur okkar. Yndisleg guðskona og hetja. Góðu fréttirnar eru að Heimasíðan okkar fær góðar móttökur og er ég mjög þakklát fyrir það. Kíktu á okkur www.aglowgb.net
Guð blessi þig
Helena
Helena Leifsdóttir, 31.3.2009 kl. 12:38
Sæl og blessuð
Þekki Dísu vel frá því í denn.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2009 kl. 18:14
Sammála Helena, Michael W. Smith er uppáhalds tónlistarmaður okkar hjónanna, hann hefur svo mikla smurningu frá Guði að maður fær gæsahúð! Takk fyrir að deila þessu lagi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.4.2009 kl. 01:24
Blessaður Guðsteinn minn.
Nýji diskurinn er hrein snilld, gæsahúð útígegn. Ég held sérstaklega uppá þetta lag Majesty.
Þakka þér fyrir innlitið á fallegum degi.
Guð blessi ykkur hjónin.
Helena Leifsdóttir, 4.4.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.