Heilög kvöldmáltíð

Schipper 9220 441

Með svikum
Nú voru tveir dagar til páska og hátíðar ósýrðu brauðanna. Og æðstu prestarnir og fræðimennirnir leituðu fyrir sér hvernig þeir gætu handsamað Jesú með svikum og tekið hann af lífi. En þeir sögðu: „Ekki á hátíðinni, þá gæti orðið uppþot meðal fólksins

Gott verk gerði hún
Jesús var í Betaníu, í húsi Símonar líkþráa, og sat að borði. Þá kom þar kona og hafði alabastursbuðk með ómenguðum, dýrum nardussmyrslum. Hún braut buðkinn og hellti yfir höfuð honum. En þar voru nokkrir er gramdist þetta og þeir sögðu sín á milli: „Til hvers er þessi sóun á smyrslum? Þessi smyrsl hefði mátt selja fyrir meira en þrjú hundruð denara og gefa fátækum.“ Og þeir atyrtu hana.

En Jesús sagði: „Látið hana í friði! Hvað eruð þið að angra hana? Gott verk gerði hún mér. Fátæka hafið þið jafnan hjá ykkur og getið gert þeim gott nær þið viljið en mig hafið þið ekki ávallt. Hún gerði það sem í hennar valdi stóð. Hún hefur fyrir fram smurt líkama minn til greftrunar. Sannlega segi ég ykkur: Hvar sem fagnaðarerindið verður flutt, um heim allan, mun og getið verða þess sem hún gerði og hennar minnst

Búið til páskamáltíðar
Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna, þegar menn slátruðu páskalambinu, sögðu lærisveinar hans við Jesú: „Hvert vilt þú að við förum og búum þér páskamáltíðina?“
Þá sendi Jesús tvo lærisveina sína og sagði við þá: „Farið inn í borgina og ykkur mun mæta maður sem ber vatnsker. Fylgið honum og þar sem hann fer inn skuluð þið segja við húsráðandann: Meistarinn spyr: Hvar er herbergið þar sem ég get neytt páskamáltíðarinnar með lærisveinum mínum? Hann mun þá sýna ykkur loftsal mikinn, búinn hægindum og til reiðu. Búið þar til máltíðar fyrir okkur.“

Lærisveinarnir fóru, komu inn í borgina og fundu allt eins og hann hafði sagt og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið kom hann með þeim tólf. Þegar þeir sátu að borði og mötuðust sagði Jesús: „Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig, einn sem með mér etur.“
Þeir urðu hryggir við og sögðu við hann, einn af öðrum: „Er það ég?“

Hann svaraði þeim: „Það er einn þeirra tólf. Hann dýfir brauðinu í fatið með mér. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.“

Heilög kvöldmáltíð
Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það, gaf þeim og sagði: „Takið, þetta er líkami minn.“ Og Jesús tók kaleik, gerði þakkir og gaf þeim og þeir drukku af honum allir. Og hann sagði við þá: „Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga. Sannlega segi ég ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins til þess dags er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.“

Til Olíufjallsins
Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn fóru þeir til Olíufjallsin

Í Getsemane
Þeir koma til staðar er heitir Getsemane og Jesús segir við lærisveina sína: „Setjist hér meðan ég biðst fyrir.“ Hann tók með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes. Og nú setti að honum ógn og angist. Hann segir við þá: „Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið.“

Þá gekk Jesús lítið eitt áfram, féll til jarðar og bað að þessi stund færi fram hjá sér ef þess væri kostur. Hann sagði: „Abba, faðir! allt megnar þú. Tak þennan kaleik frá mér! Þó ekki sem ég vil heldur sem þú vilt.“
Jesús kemur aftur og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: „Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.“
Jesús kemur aftur og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: „Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.“
Aftur vék Jesús brott og baðst fyrir með sömu orðum. Þegar hann kom aftur fann hann þá enn sofandi því drungi var á augum þeirra. Og ekki vissu þeir hvað þeir ættu að segja við hann.
Í þriðja sinn kom hann og sagði við þá: „Sofið þið enn og hvílist? Nú er nóg. Stundin er komin. Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna. Standið upp, förum! Sá er í nánd er mig svíkur.“


Tekinn höndum
Um leið, meðan Jesús var enn að tala, kemur Júdas, einn þeirra tólf, og með honum flokkur manna frá æðstu prestunum, fræðimönnunum og öldungunum og höfðu þeir sverð og barefli. Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: „Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum og færið brott í tryggri vörslu.“

Markúsarguðspjall 14 kafli





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Sælar nú Rósa mín þú ert svo sæt á myndinni með vininum hér fyrir neðan.

Það var aldrei spurning að Jesús myndi ekki fara alla leið, hann gerði það fyrir mig og þig og elskar okkur svo mikið að hvar ætlum við værum í dag ef ekki fyrir hann

Guð gefi þér og þínum gleðilega páska!

 Hvaða málshátt skildum við fá, í ár Rósa?

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 9.4.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl kæra Helena

Sumir eru sniðugir hér fyrir ofan.

Ég setti inn færslu í dag um sama texta og þú. Surprise.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Rósa mín.
Ég var að kíkja á þig yndislegt að lesa textann þinn valdan úr Matteus. Þakka þér fyrir innlitskvitt og Bryndís Eva vinkona okkar hefur farið dyravilt sé ég. En auðvitað höfum við allar gaman af.

Guð blessi þig mín kæra með stóru knúsi.
Helena

Helena Leifsdóttir, 10.4.2009 kl. 00:11

4 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Haha hvað var ég að hugsa Helena mín say no more!

Guð gefi þér og þínu fólki Gleðilega páska sjáumst Helena mín hehe ættir kannski að ath hinar síðurnar ef ske kynni að ég skrifaði þar skilaboð til þín!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband