Jerúsalem - Hvað er svo sérstakt við þessa borg?

 Israelsferð 07 040

Í raun er ekki nein sérstök fegurð þar.  Margar höfuðborgir eru miklu fegurri. Þar eru engin vötn né tjarnir. Það má segja að borgin sé í miðri eyðimörk, þakin ryki og grjóti. Það eru margar fallegar hæðir umhverfis borgina, og bak við þær hafa margir óvinaherir getað leynst þegar þeir réðust til atlögu við hana.  Þar eru engin há fjöll, enginn villtur skógur.
Engin olía né gull og engir verðmætir steinar. Þrátt fyrir þetta hafa margar þjóðir hertekið borgina og viljað eignast hana...
Ólafur Jóhannsson, vinur minn og bróðir í Kristi skrifar þarfa áminningu á blogginu sínu í dag 19. ágúst

 Við hjónin í Jerúsalem 2007

Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig.

P5150023  Israelsferð 07 044

Kærleikur Guðs og umhyggja umvefji þig í dag
Helena Leifs, ( aglow.is )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sússi kemur með lúður og spilar á olíufjallinu... húrra og hallelúja

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Doctor E.

Verður þú tilbúin þegar Jesús kemur af himni ofan og stígur á Olíufjallið? 

"Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér.

Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddur, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni.

Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum.

Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs.

En þér munuð flýja í fjalldal minn, því að fjalldalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan landskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum.

Á þeim degi mun hvorki verða hiti, kuldi né frost,

og það mun verða óslitinn dagur _ hann er Drottni kunnur _ hvorki dagur né nótt, og jafnvel um kveldtíma mun vera bjart.

Á þeim degi munu lifandi vötn út fljóta frá Jerúsalem, og mun annar helmingur þeirra falla í austurhafið, en hinn helmingurinn í vesturhafið. Skal það verða bæði sumar og vetur.

Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu. Á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt." Sakaría 14: 1.- 9.

Guð blessi þig Helena mín.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband