Einlægur Páll Óskar í messu í dag!

Páll Óskar trekkir hugsaði ég og horfði yfir kirkjubekkina sem voru þéttsetnir. Ungtfólk, barnafólk, eldri borgarar, konur og karlar á miðjum aldri, já,  hér var komin öll flóran. Séra Hjörtur leiddi messuna og Anna leiddi fjöldasöng á lifandi og skemmtilegan máta, hún labbaði um kirkjuna og hvatti fólk til söngs.

Mér þykir ákaflega vænt um Pál Óskar því hann er einn af bænadrengjunum mínum í bænabókinni
minni. Svo ég ákvað að fara í Fríkirkjuna og hlusta á poppstjörnuna,dj-snúðinn og tónlistar
manninn Pál Óskar.
Páll Óskar var einlægur og bláttáfram þegar hann talaði úr prédikunarstólnum, talaði opinskátt
um líf sitt og reynslu sagði frá kynnum sínum af æðri mætti sem hann segir að heiti Guð.
Um tíma var hann eins og við öll, með Guð í rassvasanum, talaði við hann þegar eitthvað bjátaði á.
Guð skyldi greinilega strákinn þvi ofast fékk hann hjálpina = bænasvar.

Páll Óskar skyldi að það er eitthvað stærra og meira á bak við leyndardóm lífsins. Svarið fékkst
í gegnum erfiða reynslu og áfall í formi skuldasúpu og kreppu. Á þeim tíma var Guð ekki hafður í
rassvasanum heldur tekin upp og játað ; Ég þarf hjálp... Páll fór á hnén og hjálpin kom í formi
nýrra hugmynda og lausna smám saman tókst að greiða upp allar skuldir, með Guðs hjálp.

(Hér mættu ísl. ráðamenn og þjóðin öll fara að dæmi Páls Óskars, þegar við játum ósigur okkar og
leitum eftir hjálp Drottins mun hjálpin koma í formi nýrra hugmynda og lausna.)

Nýr og betri Páll Óskar ( laus við stolt og hroka) fer að pæla nánar í tilgangi lífsins og Guði
þegar litið er út um gluggann er það sköpunarverkið í formi Trés sem vitnar um máttarverk Guðs
og sköpunarkraft sem sannfærir strákinn um " Stóran Guð"

Páll Óskar setti fram skemmtilega kenningu sem hljómar einhvernvegin svona;
Það sem þú getur ekki = Guð
Það sem ekki er hægt að útskýra = Guð

Á einum stað var ég ekki sammála Páli mínum, hann er ekki hrifin af Gamla Testamenntinu og þeim
grimma Guði sem sögurnar fjalla um. Hann þekkir ekki þann Guð, hans Guð er kærleikur. Ég er aftur
á móti er heilluð af GT. sem innihalda Mósebækurnar ( Boðorðin 10 )spámennina, sálmana og orðskviði Salómons o.s.f.v Guð er kærleiksríkur Guð þessvegna hefur hann sett upp reglur og leiðbeiningar okkur til gæfu við mennirnir komum okkur sjálf í net syndarinnar, eina lausnin er að leita eftir hjálp Guðs og játa sekt okkar og mistök þá mun Föðurkærleikur Guðs fyrirgefa,umvefja og allt verður nýtt við verðum frjáls.

td. ef ísl. útrásin hefði fengið aðhald og búið við reglur og leiðbeiningar  værum við betur sett-
á sama hátt þurfum við reglur og leiðbeingar Guðs, já Guð er kærleikur, ást hans og umhyggja
birtist í stærstu gjöf allra tíma, Því að svo elskaði Guð að hann gaf

Því svo elskaði Guð heiminn
að hann gaf son sinn eingetinn
til þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Jóh. 3,16-


Ég tek undir með Páli Óskari að " Guð er langflottastur "

Blessunar óskir.
Helena


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Helena mín.

Flottur pistill. Páll Óskar játaði ósigur sinn fyrir Guði og fékk hjálp frá æðri mátt.

Við þurfum svo sannarlega á reglum Guðs að halda. Guð gaf okkur leiðsögubók, Biblíuna.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Linda

Góður drengur hann Palli.  Gaman að þú fórst.

bk.

Linda, 19.10.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Heil og sæl.

Takk fyrir innlitið og hlý orð Rósa mín, ég vona að ræðan hans Páls Óskars í dag hafi vakið fólk til umhugsunar um að Guð er alltaf til staðar tilbúinn að snúa við högum okkar. Hann fer ekki í manngreinaálit, elskar án skilyrða.
Guð blessi þig.

Helena Leifsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:06

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Linda mín.
Mér þykir vænt um Palla og hafði gagn og gaman af ræðunni hans. Við erum öll elskuð af Guði eins og þú veist, ég segi stundum við fólk gerðu Guð að vini þínum,þá mun allt breytast.Ertu ekki sammála mér ?

Blessun til þín.

Helena Leifsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Linda

100% sammála Helena mín.

Linda, 20.10.2008 kl. 01:55

6 identicon

Sæl Helena.

Mér fannst þetta athygglivert sem þú sagðir með refsi glaða Guð" sagði hann í sjónvarpsviðtali". Palli á bara eftir að átta sig á samhenginu

Þetta var að mínu viti mjög gott og frambærilegt hjá PÁLI ÓSKARS.

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband