Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
6.4.2007 | 15:43
Upp á afskekktri hæð
Upp á afskekktri hæð
rís við eldgamall kross,
eins og ímynd af háði og smán.
Ó, ég elska þann kross
sem mitt einasta hnoss
því einmitt hér fann ég mitt lán.
Ó,ég elska hinn eldgamla kross
því hér almættis kraft Guðs ég finn
Ég vil heiðra þann heilaga kross
Þar til himneska sveiginn ég vinn.
Við hinn eldgamla kross
ég mitt afturhvarf leit
því Guðs elska hér dró mig til sín
Ó,þú Kristur minn Guð,
sem þín kvölin var heit,
þegar krossinn þú barst vegna mín.
Við hinn eldgamla kross
við hinn blóðstökkta baðm
sé ég birtast Guðs fórnandi ást.
Ó,þú eilífi Guð,
með þinn útbreidda faðm
hér best eðli þíns kærleika sást.
Þú hinn eldgamli kross
ert minn heiður og hrós
og þvi heldur sem spott lít ég meir.
Þú ert von mín og bjarg
mitt við ævinnar ós
þú ert allt hinum brákaða reyr.
Geo Bennard/þýð Á.E.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 14:14
Bænabókin.
Sunnudagur.
Góði Guð.
Vertu velkominn inn í hjarta mitt í dag.
Viltu hjálpa mér að halda þvi hreinu og hjálpaðu mér að gæta tungu minnar.
Ég bið þess að þú stýrir skrefum mínum í dag,að þú leiðir mig þangað sem þú vilt.
Hjálpaðu mér að láta gott af mér leiða og bera ljósið þitt og kærleika til allra
þeirra sem ég hitti í dag.
Ég bið þig,Drottinn,að hjálpa mér að láta aldrei skapið hlaupa með mig í gönur.
Vilt þú sníða af þá galla sem þú sérð í fari mínu til þess að allir þeir kostir
sem þú hefur gefið mér fái notið sín betur, þér til dýrðar og öðrum til blessunar.
Hjálpaðu mér að muna að lífið er gjöf frá þér og ég þarfnast hjálpar
þinnar til að fara vel með það.
Ég fel hús mitt allt,ættingja mína,vini og Íslendinga alla í þínar hendur í dag.
Hjálpaðu okkur öllum að fylgja þér og gefðu okkur þinn frið.
Í Jesú nafni,amen.
Bænabókin
ábm.Dögg Harðardóttir. formaður Aglow á Akureyri.
Heimasíða Aglow á Íslandi
www.aglow.is
** Mánudagur **
Góð Guð.
Þakka þér fyrir nóttina sem þú gafst mér.
Þakka þér fyrir að leyfa mér að vakna og lifa.
Ég þakka þér fyrir,Drottinn að þú gefur mér styrk
til að takast á við vikuna sem er framundan og allt sem henni fylgir.
Hjálpaðu mér,Drottinn ,að vera góð/ur við alla sem ég hitti í dag....
Jesús ég bið þig að koma inn í hjarta mitt í dag og fylla það af kærleika
til allrra manna. Ég bið þess líka að ríki þitt komi á jörðinni. Viltu,Drottinn,
blessa landið mitt,heimilið mitt og alla sem mér þykir vænt um
Frelsaðu okkur frá öllu illu og hjálpaðu okkur að vera tilbúinn að mæta þér.
Í Jesú nafni,amen
** Kvöldbæn **
Góði Guð.
Þakka þér fyrir þennan dag,sem nú er kominn að kvöldi.
Þakka þér fyrir alla þá sem ég hitti í dag og viltu varðveita okkur öll frá illu.
Ég bið þig Jesús,að fyrirgefa mér það sem ég gerði rangt í dag og hjálpaðu
mér að gera það sem rétt er.
Viltu hjálpa mér að hleypa aldrei hatri inn í hjarta mitt heldur lifa í kærleika
og fyrirgefningu þinni.
Viltu vaka fyrir heimili mínu í nótt og gæta mín á meðan ég sef.
Láttu líkama þinn og blóð,Jesú sem við minnumst í altarisgöngunni vernda
okkur öll og alla okkar lífsleið.
Þinn er máttuirnn og dýrðin.
Í Jesú nafni,amen
** Þriðjudagur **
Trúmál og siðferði | Breytt 3.4.2007 kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 11:42
Aglow í Reykjavik.
Aglowkonur í Reykjavik verða með Opið Hús í kvöld 26.mars kl.20.00
í kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60 3.hæð -
Ræðukona kvöldsins verður Guðrún Erla Gunnarsdóttir eða ELLA,hún er ritari Aglow í Garðabæ. Ella er mikil hugsjóna kona
um framgang guðsríkis á Íslandi og um allan heim.
Hún og bóndi hennar Kolbeinn
hafa lagt ferð sína til Afríku og tekið þátt í samkomuherferðum þar ytra, sjá heimasíðu þeirra www.vonin.ws
Helena og Inga Dóra ætla að spila og syngja falleg gospellög ásamt ykkur sem mætið á svæðið. Aglowkonur eru bænakonur,vikulega koma saman bænahópar um allt land til að biðja fyrir bænaefnum,landi og þjóð.
Einnig verða léttar veitingar og heitt á könnunni. Aðgangseyrir er kr. 700.-
Framundan er ljúft og gott kvöld með Aglowkonum.Við hlökkum til að hitta þig og vinkonur þínar í kvöld kl.20.00
Frið læt ég eftir hjá ykkur,minn frið gef ég ykkur.
Minn friður er ekki hverfull eins og sá friður sem heimurinn gefur,
verið því hvorki kvíðafullir né hræddir.
(Jóh.15;27- Lifandi Orð)
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 11:31
Dömur á Akureyri !
Eftir snjókomu og ófærð um helgina er gott að gæða sér á heitu kakó og góðu meðlæti á Opnu húsi hjá Aglow konum á Akureyri. Fundurinn hefst kl.20.00 í þjónustu-miðstöðinni Víðlundi 22.
Frábær ræðukona heimsækir þær Aglowkonur í kvöld,kona sem margar okkar þekkja mjög vel enda landsfræg kona,Sheila Fitzgerald,útvarpsstjóri Lindarinnar. Sheila er mjög lifandi og skemmtileg ræðukona,hún á það til að bregða á leik og hrífa alla með sér í salnum. Við fáum einnig að hlusta á Gospeltónlist sem Díana Kristjánsdóttir sér um ásamt sönghóp þeirra fyrir norðan.
Ertu með bænarefni eða þarftu að fá fyrirbæn fyrir sjálfa þig eða fjölskyldu þína? Aglow konur eru bænakonur við viljum fá að biðja með þér.
Aglow kvöld á Akureyri er gæðakvöld sem engin kona má missa af.
Við hlökkum til að sjá þig; Mánudaginn 19. mars kl.20.00
17.3.2007 | 12:51
Gömul, kristin blessunarorð.
Drottinn sé á undan þér til að vísa þér rétta leið.
Drottinn sé við hlið þér til þess að taka þig sér í fang og vernda þig.
Drottinn sé að baki þér til að vernda þig fyrir atlögum vondra manna.
Drottinn sé fyrir neðan þig til að grípa þig þegar þú fellur og til að leysa þig úr gildrunni.
Drottinn sé fyrir ofan þig til þess að leggja blessun sína yfir þig.
Þannig blessi þig algóður Guð.
**************
Aglow konur eru bænakonur við biðjum algóðan Guð að blessa þig í dag,
fjölskyldu þína,ættingja og vini.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 11:32
Konur í Stykkishólmi.
Aglow-kvöld föstudaginn 16.mars. kl.20.00
Aglow konur í Stykkishólmi fá góðan gest á Aglowfundinn sem verður haldin í
safnaðarheimilinu kl.20.00. Alda Hauksdóttir,meinatæknir er Hólmurum að góðu kunn enda bjó hún fyrir vestan í nokkur ár og heillaðist af Hólminum og
Aglow-starfinu.
Alda er skemmtileg ræðukona og hefur frá mörgu að segja ,ég veit að hún mun segja frá kvöldinu góða þegar hún hitti Bryndísi í fyrsta skipti og uppfrá því fór Alda að pæla í trúnni á Jesúm Krist. Alda á í dag lifandi trú og segir óhikað frá upplifun sinni,trúnni og bænasvörum. Yndislegt Aglow kvöld framundan í kirkjunni í Stykkishólmi.
Hugrún og Karín ætla að spila og syngja, eflaust verða góðar veitingar að hætti þeirra fyrir vestan. Við ættum kannski að skella okkur vestur í kvöld og eiga frábært kvöld saman með Aglow konum.
Bryndís Benediktsdóttir,
formaður Aglow í Stykkishólmi
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 19:24
Skemmtilegt Aglow kvöld í Garðabænum.
Það var reglulega notalegt að hitta Aglowkonur 1. mars sl. Kvöldið hófst á
léttinum veitingum og spjalli. Gerður Árnad. skáld með meiru las fyrir okkur
stórgott frumsamið ljóð og Guðrún Sæm. bloggari samdi lag sem við sungum saman
við texta úr guðorði " Náð þín nægir mér". Snjallar stelpur þarna suðurfrá.
Helena og Inga Dóra sáu um Gospelið en það er vel til fundið að spila á gítar og klarenet finnst mér. Óvenjumörg fyrirbænaefni bárust inná fundinn sem segir okkur að víða er neyð og þörf á fyrirbæn í okkar þjófélagi.
Árný Heiðars. frá Vestmannaeyjum var ræðukona kvöldsins,hún tók okkur með til Eyja og leyfði okkur að upplifa hvað Guð er að gera í samfélagshópnum hennar sem hittist vikulega í heimahúsi. Samfélagshópur er fólk sem hittist í heimahúsi til að lesa Guðsorð og biðja saman,skiptast á reynslusögum úr daglega lífinu.Þetta er í rauninni lifandi heimakirkja.Frábært að mínu mati.
Hér er gott orð til okkar; Hafið ekki áhyggjur af neinu.Segið Guði frá öllum þörfum ykkar og gleymið ekki að þakka honum því að hann svarar bænum okkar. ( Fil 4:6-)
Guð er góður Guð.
Næsta Aglow í Garðabænum verður 12.apríl nk.
22.4.2006 | 23:42
Hverjar erum við?
Konur um allan heim hafa sömu þörf fyrir kærleika,fyrirgefningu,skilning,vináttu,hlýju,uppörfun og lífstilgang. Það skiptir engu máli hvar við erum staddar í lífinu,konur á öllum aldri óháð stöðu okkar í þjóðfélaginu þurfa að kynnast elsku Guðs og fyrirgefningu.
Aglow er verkfæri Guðs til að ná til kvenna í öllum kirkjudeildum,færa þeim nýja von,gleði og kærleika Guðs og innri lækningu gegnum bæn og sáttargjörð.
Sem Aglow konur viljum við færa blessun Guðs til fjölskyldna okkar,vinnufélaga,nágrana og samfélagsins í heild sinni. Á Íslandi hafa hundruðir kvenna heyrt fagnaðarerindið um Jesúm Krist á fundunum okkar,margar konur hafa upplifað guðlega lækningu fyrir líkama sinn,heilu fjölskyldurnar hafa upplifað lausn og kærleika Guðs og umhyggju.
Þessi síða inniheldur myndir og fréttir af starfsemi Aglowkvenna á Íslandi það er ósk mín að þú megir hafa bæði gagn og gaman af www.aglow.blog.is
Ég vil einnig benda þér á heimasíðu Aglow á Íslandi www.aglow.is
Takk fyrir komuna.
Góður Guð blessi þig.
Helena Leifsdóttir