Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Stelpukvöld í Garðabæ

Aglow kvöld í Garðabænum
Fimmtudaginn 3.maí kl.20.00


Á sama stað í bláa húsinu við Bæjarbraut " Skátaheimilið Jötunheimar"
Bráðum hlaupum við út í sumarið og njótum þess að vaka frameftir
á björtum sumarkvöldum eða labba meðfram sjávarsíðunni í logninu.
Næst síðasti Aglow fundurinn verður 3. maí nk. kl.20.00 í Garðabænum.

Ræðukona kvöldsins er Helena Leifsdóttir,
formaður Aglow í Garðabæ
Helena er mikil hugsjónakona og frumkvöðull,
hjarta hennar er gagntekið af Aglow hugsjóninni
og veit ég að sá eldur mun loga glatt 3.maí nk.
Yfirskrift kvöldsins er "Nýjir tímar - Eftirvænting"
 
Lofgjörð -Tilbeiðsla -Bænakarfan - Guðsorð
Gleði og fögnuður.

Léttar veitingar      -     Aðgangseyrir kr. 700.-
Allar stelpur og konur hjartanlega velkomnar, á Aglow-kvöldið !
Hefur þú veitt því athygli að allt sem JESÚS gerir er undur fallegt ?

Hér er lítið myndbrot og tónlist til að gleðja hjarta þitt í dag.

http://www.gospelgreeting.com/christianecards/viewCard.asp?cid=292&catid=5

 

 


 
 




 

 


Arms of Love

Arms of Love

free christian greeting cards

Arms of Love.
Yndisleg lofgjörð um Föður kærleika Guðs.
Fallegar myndir og sungin texti.

Smelltu hér til að hlusta.

Mig langar að gefa 3 milljónir

 Hópmynd

 

 

 

 

 

 

Einstaklingur sem kallar sig Nonni heimsótti okkur á skrifstofu
ABC barnahjálpar í dag og sagði " Mig langar að gefa 3 milljónir"
til Kenya. Já,þú ert að lesa rétt...3 milljónir ,  kona á Akureyri
sendi 1 milljon til Kenya, símalínurnar loga og tölvupóstum riggnir
inn, íslenska hjartað hefur tekið við sér enn á ný. Við hjá ABC-
barnahjálp og Þórunn Helgadóttir sem er forstöðukona í Nairobi
Kenya erum með tárin i augunum af þakklæti.

Umfjöllunin í Kompás þættinum í gærkveldi hefur hrært hvert
einasta hjarta og fólk segir ég get ekki horft uppá þessa neyð,
ég verð að gera eitthvað ! Takk,takk og Guð blessi ykkur öll
sem eruð að hjálpa okkur að lyfta grettistaki í slumminu í
Kenya.
Þú ert kannski að pæla í hvað þú getur gert, lyfjaskammtur
fyrir barn sem er veikt af malaríu kostar kr.500, okkur sár-
vantar stuðningsaðila og foreldra sem vilja kosta fulla
framfærslu barns (Menntun,heimili,læknishjálp,umhyggja)
Það kostar kr.3200.- á mánuði.

Heimasíðan okkar www.abc.is

 

 

 


Íslensk Teresa í Kenya

Þórunn í Kenya Þórunn Helgadóttir í Kenya ásamt börnum
á heimili ABC barnahjálpar.


Kompásþátturinn á Stöð 2 í kvöld
lætur engan ósnortin
þessi þáttur er besti þáttur
sem ég hef séð í langan tíma.
Takk Logi Bergmann !


Snilldar heimildarmynd um ABC í Kenya.
Hugsjónakonan Þórunn Helgadóttir er einskonar Teresa
í fátækrahverfinu í Nairobi. Heimilisfólkið á mínum bæ var djúpt snortið og hafði elsti sonur minn orð á þvi að hann mundi með mikilli gleði gefa andvirði 2x pizzu til að hjálpa fátæku barni í Kenya mánaðarlega.

Ég þekki Þórunni persónulega vegna þess að ég sit í stjórn ABC barnahjálpar
og hef fylgst með þessari ungu ofurkonu frá upphafi,hugrekki hennar og
eldmóður hefur bæði blessað okkur og hvatt til dáða að framkvæma enn
meira í Afríku,Indlandi og Pakistan.
Þórunn er einnig heiðursfélagi í Aglow í Garðabæ og ætlum við að styðja
vel við bakið á okkar konu.

....Hér er úrdráttur úr bréfi frá Þórunni í febr. sl. (sláandi raunveruleiki)

Mig langar að biðja þig að biðja fyrir litlu börnunum okkar í dag.
Þau heita Margrét og Mwangi og eru í frekari rannsóknum og er verið
að eyðni prófa þau. Það er jafnvel líklegt að þeim hafi verið nauðgað út
af þeirri hjátrú að hægt sé að losna við eyðni með því að
stunda kynlíf með barni.

Mwangi litli er afmyndaður í mjöðmunum og getur ekki staðið lengi
né haldið hægðum og þvagi. Margret er með sýkingar og kvartar
undan sársauka í kviðarholinu.Þau komu seint heim af sjúkrahúsinu
í gærkvöldi, voru reyndar nýkomin þegar ég talaði við þig og í morgun
fóru þau snemma aftur í rannsóknir. Við báðum fyrir þeim í nótt
og ég bið núna stöðugt.

Þannig er líf Þórunnar hver dagur er áskorun að gefa fátæku barni
nýja von og nýtt líf. Guð blessi hana og skjólstæðinga hennar.

Heimasíða ABC á Íslandi www.abc.is

 

 

 

 

 

 


Bænagangan var blessun.

Bænagangan á Sumardaginn fyrsta var mikil blessun . Við
vorum 7 stk. sem lögðum af stað frá Flataskóla hér í
Garðabæ frá 4 mismunandi kirkjum. Hver gönguleggur fékk
ákveðið fyrirbænaefni  við báðum fyrir "Menntun og uppeldismálum"

Bænaganga breytir borgum og bæjum,finnst ykkur það ekki stórmerkilegt?
Þegar við umvefjum landið okkar með fyrirbæn breytast hlutirnir.
Á göngu um hverfið mitt eða bæinn minn er ég í nánari snertingu við
umhverfið ,mér finnst það áhrifaríkara heldur en að biðja heima í stofu
kannski vegna þess  td. síminn hringir,einhver kemur í kaffi,eða
hugurinn fer frekar á flakk margt sem truflar. Þessvegna heillar
bænagangan mig, sem dæmi get ég sagt ykkur að þegar ég geng
framhjá skólanum bið ég fyrir skólastjóra og kennurunum og öllu því
góða fólki sem hugsar um menntun barna og unglinga.Ég bið um
blessun Guðs og varðveislu yfir líf þeirra.

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins látum ekki raddir guðleysis
ræna fjölskylduna kristnum gildum,barn sem elst upp við við kærleika
og guðsótta uppsker mikla blessun frelsi og lífshamingju.
Heimilin,foreldrar,börnin,ungt fólk þurfa á fyrirbæn að halda, stöndum
vörð um land og þjóð í bæn til Drottins. Bæn er samtal við Guð, munum
að hann hefur alltaf tíma til að hlusta.Ekkert stress á þeim bæ.

 

 


Fótgönguliðar um borg og bæ

 

untitled

 

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn, við fögnum sumri
ásamt öllum landsmönnum. Strax eftir morgunkaffi kl.9.00 leggja 24 gönguhópar
af stað, víðsvegar um landið, með það að markmiði að biðja fyrir
landi og þjóð. Þetta er stórmerkilegur viðburður
vegna þess að  Bænagangan sameinar okkur í bæn til Drottins fyrir landinu okkar.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Þú skalt byrja á því að finna þinn gönguhóp.

Þú velur þér legg til að ganga en göngur eru um klukkustund að lengd
(3-5 km)og því á færi velflestra.  Nánari upplýsingar er að finna á www.lindin.is

Síðan hittast allir af höfuðborgarsvæðinu, kl. 11:30 í sal KFUM & KFUK
við Hotlaveg í Reykjavík, þar verður mikil gleði og skemmtileg uppákoma
með Gospel kór Reykjavikur.
Einnig verður boðið uppá léttan hádegisverð og sameiginlega bænastund.

Taktu með þér vin/vini og eigðu með okkur yndislega morgunstund
í góðum félagsskap.

Þegar lýður minn sá er við mig er kenndur auðmýkir sig og þeir biðja
og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum
þá vil ég heyra þá frá himninum,fyrirgefa þeim syndir þeirra
og græða upp land þeirra.
2.kron.7;14-

 


Kvöldkaffi á Akureyri

Stelpukvöld með Aglowkonum.

Aglowkonur á Akureyri hella uppá bragðgott og kætandi
kaffi í kvöld kl.20.00  mánudaginn 16. apríl í þjónustumiðstöðinni Víðilundi 22.

Olga Ásrún Stefánsdóttir



Ræðumaður kvöldsins verður Olga Ásrún Stefánsdóttir,
forstöðumaður þjónustu- og félagsmiðstöðvar aldraðra.
Olga varð fyrir erfiðri lífsreynslu fyrir tíu árum og hefur
reynt ýmislegt sem hún ætlar að tala um.

Stelpubandið syngur og spilar uppáhalds Gospellögin.

Fyrirbæn og beðið fyrir bænaefnunum þínum.

Kræsingar á borðum ásamt góða kaffinu að sjálfsögðu!

Aðgangseyrir kr.500

Ekki málið dömur mínar...Aglow er kvöld sem engin
kona má missa af. Taktu með þér allar vinkonur
þínar því blessun Guðs er líka ætluð þeim.

 

Óttast þú eigi
Gangir þú gegnum vötnin,þá er ég með þér,
gegnum vatnsföllin,þá skulu þau ekki flæða yfir þig.
Gangir þú gegnum eld,skalt þú eigi brenna þig,
og loginn skal eigi granda þér.
Því að ég,Drottinn,er Guð þinn.
Hinn heilagi í Ísrael frelsari þinn.
Jes.43;2-3 (bls.739)

 


Konur voru fyrstar

Hvergi hef ég lesið meira lof um konur en í Heilagri ritningu ,hér læt ég fylgja fáein gullkorn um konur og drifkraft þeirra sem höfðu áhrif á mannskynssöguna.

...Konur voru...

...síðastar hjá Jesú við krossinn.
Mark.15,47-

...fyrstar við gröfina
Jóh. 20,1-

...fyrstar til að kunngjöra upprisuna
Matt. 28,8-

...fyrstar til að prédika til Gyðinga
Lúk.2,37-38

...þátttakendur í fyrstu bænasamkomunni
Post.1,14-

...fyrstar til að taka á móti trúboðum Krists í Evrópu
Post.16;13-

...þær fyrstu til að snúast til trúar í Evrópu
Post. 16,14-

 


Mætum í Garðabæ í kvöld.

Aglow kvöld í Garðabænum
Fimmtudaginn 12. apríl.20.00 í Skátaheimilinu (bláahúsið) við Bæjarbraut


Vorboðinn ljúfi laukar og brum á trjám segir okkur að senn er vetur
á enda og við hér í Garðabænum ætlum að kveðja veturinn með
stæl. Við skulum dansa og lofa Drottinn saman og færa honum
lofgjörðarfórn nafni hans til dýrðar.

Halldóra ÁsgeirsdóttirRæðukona kvöldsins verður Haldóra Ásgeirsdóttir,hún er ein af
stjórnarkonum í stjórn Garðabæjar. Halldóra er bæði prédikari
og góður kennari,hún hefur frá mörgu að segja og veit ég að
orð hennar munu blessa okkur.
Við vorum að fá þær frétttir að Þórunn Helgadóttir sem er nýkomin
heim frá Kenya komi jafnvel í heimsókn og segi okkur frá stór-
merkjum Guðs í Kenya en ABC barnahjálp er að hefja starf þar
meðal barna.
Helena og Inga Dóra ætla að sjá um Gospelið...gaman..gaman.
Léttar veitingar og sennilega eitthvað sætt verður á borðum að
hætti hússins. Aðgangseyrir er kr.700.-

Bænakarfan verður á sínum stað en á síðasta fundi bárust mjög
mörg bænaefni sem segir okkur að víða er neyð í þjóðfélaginu.
Aglowkonur eru bænakonur,við komum saman vikulega til að
biðja fyrir landi og þjóð.

 

Allar konur,stelpur eru hjartanlega velkomnar á Aglowkvöldið.
 

 

 



Þörf fyrir kraftaverk...

 

 ...Áður fyrr átti fólk guðrækni innra með sér...

Ég er sammála s.Hubert Oremus

Áður átti fólk guðrækni innra með sér og fjölskylduböndin voru sterk,nú er gamalt fólk sent á elliheimili og börnin fara á mis við að kynnast reynslu þess,nýtur ekki áhrifa frá þeim eldri og lífsviðhorfi þeirra.Fjölskylda nútímans er þvi bara ungt fólk og börn þess.

Ég segi stundum að nú sé þörf fyrir kraftaverk á borð við þegar Íslendingar
tóku kristna trú á Þingvöllum. Glæpatíðnin og annað slæmt sýnir að við erum
að komast á botninn. Annaðhvort þarf að fjölga fangelsum og stofufangelsum
eða taka upp betri siði.
Trúin er leið til þess. Helst þyrfti þetta að gerast áður en allt fer á hinn versta veg.
Mannleg lög koma ekki í staðinn fyrir kristið siðferði.
/mbl.8.apríl 2007 / páskadagur.

             **************

Þjóðin þarf að upplifa kraftaverk Upprisunnar.Gröfin er tóm vinir,
Jesús lifir í dag,hann er frelsari,lausnari,læknir og undraráðgjafi og
kærleiksríkur vinur. Þessvegna vil ég syngja í dag;

Hann er upprisinn,
hann lifir í dag,
hann er frelsarinn minn.
Ég elska nafnið hans.
Nafnið Jesús.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband