11.11.2007 | 14:18
Hvað er hægt að gera með tvær tómar hendur?
Tveir menn voru á gangi, annar roskinn. hinn ungur.Það lá illa á
unga manninum.Hann kvartaði yfir að eiga í fjárhagskröggum og
lítil von væri að úr rættist.Félagi hans gaf honum góð og skynsamleg ráð.
En ungi maðurinn greip fram í fyrir honum og sagði: Hvað er svo sem
hægt að gera með tvær tómar hendur?
Roskni maðurinn horfði alvarlega á hann og sagði vingjarnlega
"Þær eigum við að leggja saman í bæn til Guðs"
Þegar fokið er í flest skjól þá er leið bænarinnar greiðfær.Þeirri leið fær enginn lokað.
Það er einmitt rétti tíminn að koma til Guðs þegar hendur okkar eru tómar, enda eru tómar hendur skilyrði þess að vera ríkur í Guði.Hann er læknir sjúkra,auðlegð fátækra og aðstoð úrræðalausra.
Biblían segir þá sæla sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti.
Og þó að við séum komin á ystu nöf í hörðum átökum lífsins, getum við samt spennt greipar í bæn til Guðs.Enda þótt okkur finnist við óverðuga að ganga fram fyrir Guð megum við koma fram fyrir auglit hans sem er fúsari að gefa, en við að biðja.
Guð mun af auðlegð dýrðar sinnar í Kristi Jesú uppfylla sérhverja þörf yðar. Fíl. 4.19.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.