19.11.2007 | 12:18
Dömur... Aglow á Akureyri í kvöld.
Það er ekki uppselt né fráteknir miðar á Opið hús hjá Aglowkonum á Akureyri í kvöld 19.nóvember.Fundurinn hefst kl.20.00 í þjónustu-miðstöðinni
Víðlundi 22.
Allar konur norðan heiða eru velkomnar!
Edda Swan formaður Landsstjórnar Aglow á Íslandi.
Frábær ræðukona heimsækir þær Aglowkonur í kvöld sem vert er að kynna nánar.Edda Swan er formaður Landsstjórnar Aglow á Islandi, Edda hefur mjög góða yfirsýn og reynslu af Aglow starfinu víða um heim.Edda er forseti Evrópustjórnar Aglow og situr einnig í stjórn Aglow International.Hún hefur haldið fyrirlestra víðsvegar um Island og Evrópu,verið ræðukona á ráðstefnum og leiðtogahelgum Aglow International, þekking hennar á Guðs Orði og fyrirbæna þjónusta hefur verið mörgum konum til blessunar og hvatningar.
Við tökum lagið saman og sláum á létta strengi með Olgu og sönghóp þeirra Aglow kvenna á Akureyri.
Ertu með bænarefni eða þarftu að fá fyrirbæn fyrir sjálfa þig eða fjölskyldu þína? Aglow konur eru bænakonur við viljum fá að biðja með þér.
Aglow kvöld á Akureyri er gæðakvöld sem engin kona má missa af.
Við hlökkum til að sjá þig; Mánudaginn 19.nóvember kl.20.00 í þjónustumiðstöðinni Víðilundi 22
Frið læt ég eftir hjá ykkur,minn frið gef ég ykkur.
Minn friður er ekki hverfull eins og sá friður sem heimurinn gefur,
verið því hvorki kvíðafullir né hræddir.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.