6.12.2007 | 12:50
Jólafundur Aglow í Garðabæ í kvöld !
Fimmtudagskvöldið 6. des. kl.20.00 í Skátaheimilnu í Garðabæ mun ilmur aðventu fylla húsið. Við kertaljós og ljúfa jólatónlist ásamt heitu súkkulaði og gómsætum veitingum verður kvöldið yndislegt. Það er gott að koma saman og fylla hug og hjarta í hlýlegu umhverfi sem nærir anda og sál.
Halldóra Ásgeirsdóttir les Jólasögu.
Agnes Eiriksdóttir ritari Landsstjórnar á Islandi flytur hugleiðingu.
Agnes hefur starfað með Ungu fólki með hlutverk og er ein af frumkvöðlum Isl. Kristskirkjunnar. Agnes er mikil bænakona og flytur Guðs Orð af einlægni og kærleika.
Söngur og tónlist fyllir húsið.Fyrirbæn og beðið fyrir bænaefnum.
Aglow-kvöld er einstakt kvöld sem engin kona má missa af.
Þú ert hjartanlega velkomin.
Ég vil dvelja í skugga vængja þinna.
Ég vil þiggja þann frið, er færir þú.
Nóttin kemur, en ég mun ekki hræðast,
er ég dvel í skugga vængja þinna.
:,: Í skugga, í skugga,
í skugga vængja þinna. :,:
Undir vængjum hans má ég hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur minn.
Örvar fljúga en ég mun ekki hræðast,
er ég dvel í skugga vængja þinna.
:,: Í skugga, í skugga,
í skugga vængja þinna. :,:
Texti Sálmur 91
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.