14.10.2008 | 13:57
Fyllum eldhúsin af góðum brauðilm !
Aglow dúllurnar eru duglegar að föndra við bakstur og töfra fram gæða brauð sem gleðja bændur og hjú. Strákarnir mínir fá stjörnur í augun þegar móðir þeirra setur á sig svuntuna og bakar með kaffinu. Framundan er besti timinn til að gleðja fólkiið sitt og hafa kaffibjóð og knúsa hvort annað.
Hérna fylgir Halldóru brauð og Sivjar brauð;
DÖÐLUBRAUÐ.
2. egg
2. bollar púðursykur
Þetta er stífþeytt.
1 tsk sódaduft
2 tsk. ger
2 tsk .vanilla
1 tsk. salt
4 1/2 bolli hveiti, ég hef 3 bolla
1 bolli smátt skornar döðlur
1/2 bolli sjóðandi vatn
Vatninu er helt yfir döðlurnar
og látið standa smá stund
2 matsk brætt smjörlíki bætt í vatnið, ég setti 2 matskeiðar matarolíu
Öllu hrært saman og bakað á 200°gr. hita þar til brauðið er tilbúið.
( Best er að tala í símann á meðan brauðið bakast!)
Bananabrauð
3 þroskaðir bananar
1 bolli sykur
2 bollar hveiti
2 egg
1tsk natron
1 tsk lyftiduft.
Bananar stappaðir og öllu saman, sett i form og bakað við blástur 150 gráður í 1 klst.
Njótið vel
ps. Ekki gleyma borðbæninni því hún gleður og er ómissandi með veislunni.
Góður Guð blessi ykkur öll og umvefji.
Helena
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæl dugmikla baksturs kona!
Ég hef alltaf einn banana í mínni uppskrift,
bendi þér á það í sparnaðar skini
Kveðja Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:13
Sæl og bless Halldóra mín.
Takk fyrir innlitið þú mátt gjarnan smella inn þínu Bananabrauði, Siv sendi mér þessa í dag og sagði mér að þessi uppskrift hefði verið í 24 stundum. Gott brauð er gulli betra þegar venjulegt brauð kostar hátt í 500 kall.
Guð blessi þig.
Helena
Helena Leifsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:08
Sæl mín kæra Helena!
Skal taka það til athugunar á næstunni
Sendi þér stórt knús á knús daginn
Vertu Guði falin
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.