15.11.2008 | 13:34
Allt snýst þetta um viðhorf.
Kona ein vaknaði að morgni,
leit í spegilinn,
og sá að hún var aðeins með þrjú hár á höfðinu.
'Jæja" hugsaði hún, ætli ég hafi ekki hárið greitt aftur í dag.'
Sem hún og gerði og átti fínan dag.
Næsta dag vaknaði hún,
leit í spegilinn
og sá að hún var aðeins með tvö hár á höfðinu.
'H-M-M,' hugsaði hún,
'Ætli ég skipti ekki bara í miðju í dag.'
Sem hún og gerði og átti frábæran dag.
Næsta dag vaknaði hún,
leit í spegilinn og sá
að það var aðeins eitt hár á höfðinu.
'Jæja,' sagði hún, ætli ég verði ekki með
hárið í tagli í dag.'
Sem hún og gerði og átti skemmtilegan dag.
Næsta dag vaknar hún,
lítur í spegilinn og sér
að það var ekki stingandi strá á höfðinu.
'YAY!' hrópaði hún.
'Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af hárgreiðslu í dag!'
Allt snýst þetta um viðhorf.
Lífið snýst ekki um að bíða eftir að storminn lægi..
það snýst um að treysta Guði í öllum kringumstæðum
Guð bregst aldrei.
Njótum helgarinnar
Elskum hvort annað
Guðs blessun allar stundir.
Helena
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyir þessa grein. Þetta er alveg satt veð þurfum bara að horfa á Jesú og kasta öllum okkar áhyggjum á hann því að hann ber umhyggju fyrir okkur. 1 pét. 5;7. Guð blessu þig.
Þormar Helgi Ingimarsson, 15.11.2008 kl. 18:45
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Helena mín.
Jákvæð saga. Get ekki hugsað mér samt lífið án þess að hafa hárin mín. Fengi mér sennilega hárkollu.
Hlakka til að sjá þegar þú telur upp blessanir í lífi þínu.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.