Aðventan er sérstakur tími í hugum okkar kristinna manna.

jkort5

Á Íslandi er aðventan og jólahald stór þáttur í lífi okkar, sterkar fjölskylduhefðir setja svip sinn á undirbúning og hefðir sem meiga ekki  breytast. Fjölskyldan og vinir eru okkur mikilvæg , einnig þeir sem minna meiga sín við viljum að sem flestir njóti  jólahaldsins, samkenndin og smæðin þjappar okkur saman.  Í gær átti ég langt spjall við konu frá Mæðrastyrksnefnd , þörfin hefur aldrei verið brýnni . Ég spurði hana um jólagjafir fyrir börnin, hún sagði að mikil þörf væri fyrir hendi.  Aðventan er tími ljóss og friðar, tími sem við finnum  sterka þörf fyrir að sýna kærleika og umhyggju. Efst í huga okkar á þessum tíma er að halda utan um hvort annað.

Undirbúningur jóla til sveita...

xlaufabraud6 s smaAðventan hefur gegnum tíðina verið undirbúningur fyrir jólahátíðina. Fólk undirbjó sig og heimili sín til að taka á móti jólunum. Hér áður fyrr, hélt fólk upp á jólaföstuinnganginn með þvi að hafa betri mat. Keppst var við vinnu aðallega ullarvinnu og prjónaskap sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól, staurvikuna , en hún fékk þetta furðulega heiti vegna þess að menn settu litlar spýtur á stærð við eldspýtur í augu sín til að varna þvi að þeir sofnuðu yfir vinnu sinni.

Menn fengu þá gjarnan auka-bita sem laun fyrir allt stritið, sá biti var nefndur staurbiti. Svo þurfti að huga að jólunum sjálfum. Þá var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr rúmunum líka og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokkalegir.

Það var gömul trú hér á landi að Guð láti koma þíðviðri og þurk rétt fyrir jól, til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og fengið þau sem fyrst þurr. Þennan þurrk var vant að kalla fátækraþerri. /skólavefurinn

AÐVENTAN

Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.

Texti: Lilja Kristjánsdóttir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl aftur.
Takk fyrir heimsóknina.
Guð blessi þig og starfið þitt.
Helena

Helena Leifsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Linda

Yndislegt!

Linda, 7.12.2008 kl. 18:07

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Glæsilegt hjá þér.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.12.2008 kl. 18:23

5 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Linda mín.
Ég er komin í jólaskap og syng yfir smákökunum sem við Rútur minn erum að baka saman. Ég var á kórahátíð í gær sem var frábært , aðventan er yndislegur tími.
Guð geymi þig.
Sjáumst.
Helena

Helena Leifsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:15

6 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Rósa mín.
Dugleg ertu að kíkja við Guð launi þér orðin þín. Hér er verið að baka og spila tónlist.
Hvernig var tónlistarkvöldið hjá ykkur?

Blessjú.
Helena

Helena Leifsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:16

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Samkoman á laugardagskvöld tókst mjög vel. Sem betur fer mættu fleiri en söfnuðurinn. Við sungum jólasálmana og við sungum einnig "Við kveikjum einu kerti á."

Farið var í morgunn og sungið fyrir eldri borgara á Sundabúð í morgunn og samkoma í dag kl. 14. Stelpurnar fóru svo strax eftir samkomu til Ak. og gekk vel hjá þeim.

Helgin var s.s. fín og nóg að gera við jólaundirbúning.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:28

8 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Gaman að heyra...þetta minnir mig á veru mína í Stykkishólmi þegar ég sá um starfið í Hvítasunnukirkjunni, jólin og aðventan skipaði stóran sess og einmitt þá komu bæjarbúar og fólk utan af nesi á fundina. Við fórum líka á Dvaló og sjúkrahúsið og sungum.
Drottinn Guð blessi þjóna sína á landsbyggðinni.

bk/ Helena

Helena Leifsdóttir, 8.12.2008 kl. 12:01

9 Smámynd: Flower

Þó að jólin séu nú sérstök á þessum tímum þá get ég varla gert mér í hugarlund hvað þau hafa þýtt í gamladaga þegar enn meiri dagamunur var en er núna. Það hlýtur að hafa verið rosaleg tilhlökkun að fá t.d ferskt kjöt í matinn og kannski eitthvað sætt líka ef efni voru til. Það mætti alveg læra af því.

Flower, 8.12.2008 kl. 12:45

10 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Flower - Takk fyrir heimsóknina.
Ég er hjartanlega sammála þér, við gerum okkur ekki grein fyrir öllum þeim gæðum og þægindum sem við búum við. Í sveitinni minni ( hjá ömmu minni á Ströndum) var ekki rafmagn árið 1963 kynnt var með mó og kolum. Mér er í fersku minni síminn á ganginum...ein löng og tvær stuttar og svo hlustaði öll sveitin. Það er ekki svo langt síðan við bjuggum í torfkofum og fátæktin var átakanleg. En mikið skelfing hefur nútíminn og allsnægtirnar farið illa með þjóðarsálina.

Guðs blessun til þín:
Helena

Helena Leifsdóttir, 8.12.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband