Ég sagði nei...

Ung kona skrifar mjög merkilega grein í mbl. í dag sem vakti mig til umhugsunar um réttindi barna.
Greinin hennar ber yfirskriftina " Má bjóða þér fósturgreiningu ? " Melkorka segir frá reynslu sinni
um þann þrýsting sem konur eru beittar varðandi ófætt barn sitt. Ég segi þrýsting þvi ég á sjálf samskonar reynslu og Melkorka. 42ja ára að aldri var ég hvött af þekktum lækni til að fara í fósturgreiningu, þá gengin 13 vikur með yngsta drenginn minn. Mér var bent á að ég væri að brenna á tíma og sterkar líkur á að þessi einstaklingur yrði mér fjötur um fót. Ég valdi að treysta Guði, í dag er ég þakklát fyrir þá ákvörðun.

Ég er ekki sátt við að enn í dag er reynt að ræna verðandi mæðrum þeirri gleði og hamingju sem meðganga er,og  þau forréttindi að fæða lifandi einstakling sem er elskaður og velkomin í fjölskylduna. Verum heilbrigð í hugsun, veljum að standa vörð um lífið.

Arms of Love

Greinin hennar Melkorku...

ÉG HITTI góða ljósmóður reglulega vegna þess að ég er ófrísk. Það eru tilmæli frá landlækni til ljósmæðra að öllum mæðrum sé boðið upp á fósturgreiningu eða snemmsónar eins og það er líka kallað, til að hægt sé að athuga hvort barnið sé heilbrigt. Þessar upplýsingar fékk ég hjá ljósmóðurinni minni.

Svo vill til að ég er búin að kynna mér vel fósturgreiningu. Fósturgreining sem bendir til að barnið sé fatlað á einhvern hátt leiðir nær undantekningarlaust til þess að fóstrinu er eytt. Þetta veit landlæknir. Þess vegna særði þetta „boð“ mig mjög. Það er mín skoðun að þær konur sem vilja fara í fósturgreiningu geti beðið um hana sjálfar. Ég kæri mig ekki um svona viðbrögð við því að ég sé ófrísk.

Barnið sem nú er ófætt í leginu mínu er einfaldlega hluti af fjölskyldunni minni og ég kann mjög illa við að mér sé boðið að athuga hvort það sé heilbrigt svo ég geti „tekið upplýsta ákvörðun um hvort ég ætli að binda enda á meðgönguna“ eins og það er orðað á pólitískt réttan hátt.

Svona boð bera ekki vitni um virðingu gagnvart hinu ófædda barni. Af hverju er verið að bjóða mæðrum upp á slíka greiningu að fyrra bragði af landlækni? Er honum svona umhugað um mæðurnar eða er e.t.v. verið að stuðla að sparnaði í kerfinu? Það er ekki ódýrt fyrir þjóðfélagið að hugsa um fatlað fólk með því t.d. að byggja sambýli og reka þau.

Það væri nær að landlæknir beindi þeim tilmælum til ljósmæðra að upplýsa mæður um alla þá aðstoð sem er í boði fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og fyrir hinn fatlaða einstakling á fullorðinsárunum. Ég hef unnið með fötluðum og það er mín reynsla að fatlaðir á Íslandi eru oftast hamingjusamir, þeir auðga líf allra í kringum sig og þeir geta vel spjarað sig með góðri hjálp. /Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar um fósturskimun.

Ég flyt öllum konum og mæðrum blessunarkveðjur.
Helena


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Gott hjá þér Helena að vekja athygli á þessu.

Kær kveðja í Garðabæinn.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl!

Las líka þessa grein prestsdótturinnar í Hraungerði.

Frábært hjá þér að vekja á þessu athygli

Kærar kveðjur í bæinn!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

gott hjá þér að vekja athygli á þessu og gott hjá greinarhöfundi að lýsa sinni reynslu.

En það þarf að mínu mati að greina betur á milli hvað er verið að skoða í þessari skimun.  Fósturgallar geta verið lífvænlegir og ekki.  Í þessari skimun er bæði leitað eftir þrístæðu 21 sem er lífvænlegur galli og þau rök sem greinarhöfundur færir fyrir skoðun sinni eiga fullan rétt á sér gagnvart þeim galla.

En það er einnig verið að skima eftir þrístæðu 13 og þrístæðu 18 sem eru ekki lífvænlegir gallar.  Gríðarlega alvarlegir fósturgallar.

Helmingur fóstra með þessa galla deyja í móðurkviði og helmingur þeirra sem fæðast deyja á fyrsta aldursári.  Nánast engin lifa lengur en í 3 ár enda mjög mjög mjög veik.

Svo nei það má ekki bjóða mér upp á fósturgreiningu fyrir þrístæðu 21 en það má gjarnan gefa mér, barninu og þeim sem eru fyrir í fjölskyldunni val upplýst val um þrístæðu 13 og 18.  Þó ekki væri nema til að undirbúa okkur undir það sem koma skal.

Svo má líka spyrja hvers vegna konur almennt fara í sónar á 21.meðgöngu.  Það er líka valfrjáls skoðun sem er er í dag álitin nánst skylda.  Væri gaman að vita hvort greinarhöfundur valdi að fara í þá fósturgreiningu.

kv.Krístin

Kristín Bjarnadóttir, 16.12.2008 kl. 08:21

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Bryndís mín.
Ég setti þessa færslu inn vegna þess að Melkorka skrifar af einlægni um reynslu sína sem verðandi móðir. Mínar áhyggjur snúa að viðhorfi embættisfólks gagnvart ófæddu lífi og tilhneyingu til að sortera út hver fær að lifa. Þetta viðhorf hefur fylgt þjóðinni gegnum aldrinar eða allt frá Kristnitöku. Í vel upplýstu þjóðfélagi ættum við að vita betur. Þær konur sem ég hef kynnst sem hafa farið í gegnum fóstueyðingu eru með ör á sálinni sinni, þær eru ekki sáttar við val sitt, sumar voru beittar þrýsting af skyldfólki eða maka, eða verið nauðgað. Ég einfaldlega stend við hlið þeirra og segi ég vildi óska þess
þú fengir að vera þú sjálf, kona sem er sérstkalega hönnuð fyrir meðgöngu og fæða fram nýtt líf.

Annars ætla ég ekki út í umræðu um fóstureyðingar, sú reynsla er konum sár og umdeild.
Kærleiks kveðja
Helena

Helena Leifsdóttir, 16.12.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Kæra Halldóra.
Takk fyrir innlitið og lagtertuna á sunnudagskvöldið.
Kærleiks kveðja.
Helena

Helena Leifsdóttir, 16.12.2008 kl. 11:04

6 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl og blessuð Kristín.
Þakka þér fyrir að líta inn til mín og setja inn þínar pælingar.Greinin hennar Melkorku er skrifuð af einlægni og minnti mig á mína reynslu. Ég er sammála þér að konur eru ekki vel upplýstar um alvöru málsins og þá er það spurningin er það ekki hlutverk ljósmóður og læknis að standa vörð um ófætt líf skv. því heiti sem stéttinn gengur undir? Við konur þurfum að læra að spyrja spurninga.

Þú nefnir einnig:
En það er einnig verið að skima eftir þrístæðu 13 og þrístæðu 18 sem eru ekki lífvænlegir gallar.  Gríðarlega alvarlegir fósturgallar.
Helmingur fóstra með þessa galla deyja í móðurkviði og helmingur þeirra sem fæðast deyja á fyrsta aldursári.  Nánast engin lifa lengur en í 3 ár enda mjög mjög mjög veik.

Núna ætla ég aftur að vitna í sjálfa mig;Fyrir all löngu missti ég fóstur þá gengin 12-13 vikur, minn skilningur er að líkami okkar sjái um að skila því frá sér sem ekki er heilt. Við erum sérhannaðar fyrir meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf. Það verður aldrei frá okkur tekið.

Þú heldur afram;
Svo má líka spyrja hvers vegna konur almennt fara í sónar á 21.meðgöngu. Það er líka valfrjáls skoðun sem er er í dag álitin nánst skylda.  Væri gaman að vita hvort greinarhöfundur valdi að fara í þá fósturgreiningu.

21 vika - Meðganga er rúmlega hálfnuð og barnið nær fullvaxta, útaf fyrir sig skil ég vel foreldra sem vilja sjá nær fullmótað barn sitt hreyfa sig og heyra hjartsláttinn. Hvort greinarhöfundur fór í þá fósturgreiningu væri gaman að vita, kannski lítur hún inn til okkar með svar.

Kristín, hjartans þakkir fyrir innlitið.
Blessunar óskir til þín.
Helena

Helena Leifsdóttir, 16.12.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tímabær grein og gott hjá þér að vekja athygli á henni.

Undir þeim þrýstingi sem verðandi mæður eru nú til dags um að "ala aðeins heilbrigð börn" er mesta furða að nokkur þori að afþakka "boðið". Það þarf kjark og umfram allt sjálfstæðan vilja til að ábyrgjast eigið líf. Flesti beygja sig undir "sérfræðingavaldið" og gleyma því að móðurhlutverkið er stærsta sérfræðisvið í heimi.

Ragnhildur Kolka, 16.12.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Kæra Helena, bestu þakkir fyrir blíð orð í okkar garð í dag.  Okkur þykir mjög vænt um þau.

Óskandi væri að gengið væri mun lengra í að upplýsa konur um eðli fósturgreininga og undir engum kringumstæðum ætti fagfólk að ýja að eða gefa í skyn að fósturgreining væri nánast skylda eða að æskilegt væri að fara í slíkar greiningar með það fyrir augum að binda enda á meðgöngu.

Mín reynsla er sú að konur fara í hnakkaþykktarmælingu til að athuga með þrístæðu 21 og í þeirri seinni að sjá barnið, fá sónarmynd og sem nákvæmasta dagsetningu.

Fæstar gera sér raunverulega grein fyrir hverju er verið að leita eftir né hafa velt fyrir sér viðbrögðum sínum ef eitthvað finnst athugavert.

Grein Melkorku einlæg og fallega skrifuð opnar fyrir umræðu og berst vonandi til fagfólks sem leggur sig betur fram, bæði í framkomu og upplýsingagjöf.

Takk fyrir spjallið,

kær kveðja Kristín

Kristín Bjarnadóttir, 16.12.2008 kl. 22:37

9 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl og blessuð Ragnhildur.

Kærar þakkir fyrir innlitið, ég er hjartanlega sammála þér að það þarf kjark og sterkan vilja til að standa með sjálfri sér sem kona og verðandi móðir. Konur hafa allt of lengi, allt frá Evu verið undirokaðar undir vald sem er andstætt köllun þeirra og því hlutverki sem Guð ætlaði þeim. Óskandi væri að heilbrigð umræða færi fram innan "kerfisins" út í þjóðfélagið um gildi þess að varðveita líf.

Guð blessi þig.
Helena

Helena Leifsdóttir, 17.12.2008 kl. 00:21

10 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Krístin.

Þú skrifar af þekkingu um fósturgreiningu sem breytir umræðunni og færir hana til betri vegar finnst mér. Hjartans þakkir fyrir þitt innlegg vonandi sjáum við öfluga umræðu á heilbrigðum nótum á nýju ári 2009.

Kærleiks kveðja.
Helena

Helena Leifsdóttir, 17.12.2008 kl. 00:27

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Helena.

Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Heilbrigðisstéttin vinnur markvisst að því að hvetja konur í fóstureyðingu ef eitthvað er að. Verðandi foreldar þurfa á öðru að halda en hvatningu að barninu verði eytt.

"Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn." Sálm. 139: 13.-16.

Velkomin í heimsókn á síðuna hjá mér. 

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2008 kl. 00:27

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær og tímabær grein hjá Melkorku og þinn pistill líka, Helena!

Jón Valur Jensson, 17.12.2008 kl. 02:54

13 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Góðan dag mín kæra Rósa.

Þakka þér fyrir að setja Sálm 139; 13-16 sem minnir okkur á að hvert einasta líf sem kviknar er elskað af Guði, ævidagar ákveðnir, við erum undursamleg sköpun. Mannlegt eðli á erfitt með aða sætta sig við þá staðreynd að við eigum ekki að vera með puttana í sköpunarverkinu. Ég lít inn hjá þér.
Njóttu dagsins og sætabrauðsins.

Blessun til þín.
Helena

Helena Leifsdóttir, 17.12.2008 kl. 10:47

14 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæll og blessaður Jón Valur.
Ánægjulegt að sjá þig hér við stofuborðið ( bloggið mitt) Takk fyrir uppörvandi orð.

Guð blessi þig.
Helena

Helena Leifsdóttir, 17.12.2008 kl. 10:50

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð

Öll börn eru gjöf frá Guði. Þau eiga að vera velkominn í þennan heim. Enginn má taka fram fyrir hendurnar á Guði sem hefur gefið þeim líf í móðurkviði.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa Konungsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2008 kl. 12:44

16 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Rósa mín.
Þú ert sannkölluð guðs-glimmer dúlla. Takk fyrir að setja þessa mynd inn hjá mér. Ég á samskonar jólaspiladós ég keypti mér , hún spilar Heimsum ból á aðfangadagskvöld fyrir mig og okkur hér í Faxatúninu.
Börn eru gjöf frá Guði, gott að muna að við verðum ekki fjölskylda fyrr en barn kemur inná heimilið. Núna er ég að fara í afmælisboð til litlu frænku minnar.

Kærleiks kveðja.
Helena

Helena Leifsdóttir, 17.12.2008 kl. 18:35

17 Smámynd: Hörður Finnbogason

Ég er hjartanlega sammála þér Helena! Góð grein.

Hörður Finnbogason, 21.12.2008 kl. 00:15

18 identicon

Algjörlega sammála þér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband