29.12.2008 | 20:27
Flugeldar og jólaguðspjallið
Steiktur fiskur eða soðinn með smjeri og rauðum kartöflum. Ég fæ vatn í munninn og hugsa til hækkandi sólar þegar ég get sagt kjötætunum á mínum bæ að nú sé nóg komið af steikum og hlaðborði nægta.
Það styttist í áramót og nýtt ár 2009 er rétt handan við hornið. Hér er verið að skoða flugelda og háværar sprengjur, ég er hrifnust af stjörnuljósum enda lítið fyrir stríðslæti og titrandi jörð. En mæti að sjálfsögðu út á hól og hrópa Váaa..váaa þessi var æði og brosi mínu breiðasta og klappa saman höndum. Hetjurnar mínar verða að fá hvatningu á þeim örlagaríka tíma sem áramót eru.
Sonur minn og jólaguðspjallið.
Við höfum þann ágæta sið á mínu heimili að lesa jólaguðspjallið á aðfangadagskvöld synirnir skiptast á að lesa og var höfð æfing í stofunni. Viðhafnar Biblían var dregin fram og flett uppá Lúkasarguðspjalli 2 kafla.
Sá yngsti setti sig í stellingar og hóf lesturinn enda með Viðurkenningarskjal frá skólanum sem einn
besti upplesarinn á degi Ísl. tungu. Eftir lesturinn spurði sá stutti ; Hvað merkir þetta dýrð sé Guði í
upphæðum?... Á maður að lofa Guð með peningum ?
Og hvar er talað um Jón Ásgeir og vitfirringana (Spaugstofu útlegging) ... svo mörg voru þau orð.
Faðir hans settist niður og útskýrði texta guðspjallsins því ekki vildum við að blessað barnið mundi
tengja jólaguðspjallið við Kreppuárið 2008 og Jón Ásgeir.
Kær kveðja úr Faxatúni
Helena
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Helena mín
Sonurinn alveg magnaður.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 20:43
Sæl skvíssssss !
Rútur minn er stór skemmtilegur strákur skal ég segja þér. Sagan um jólaguðspjallið mun seint gleymast.
Takk fyrir innlitið.
Helena
Helena Leifsdóttir, 29.12.2008 kl. 20:58
Hahahaha
Þessi er alveg frábær og ber með sér alveg einstaklega frumlega hugsun - aldrei hefur mér dottið þessi skilningur í hug, en ég gæti best trúað að þetta ætti eftir að koma oft upp í hugann þegar jólaguðspjallið er lesið í framtíðinni.
Vonandi hefurðu haft það gott um jólin - verðum að fara að hittast!
Kveðja
Ásta Lóa
Ásta Lóa (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 23:28
Sæl Ásta mín.
Gaman að fá þig í heimsókn - Hlakka til að hitta þig
Helena Leifsdóttir, 29.12.2008 kl. 23:51
Sæl Helena mín!
Þú ættir að skrifa þétta atvik niður og lesa það fyrir fjölsklylduna eftir 10 ár eða svo
þá verða vonandi komin barnabörn sem geta hlegið að frænda sínum, og þið átt skemtilega minnigu.
Guð veri með ykkur og brenndu þig ekki á stjörnuljósunum, því þú þarft að getað spilað á næsta Aglowfundi .
Skylaðu kveðju til Óskars og strákanna. Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:01
En skemmtilegt! Yndisleg þessi litlu börn.
Litla frænka mín í Svíþjóð fór með Faðir vorið í jólamessunni og endaði á " því þitt er ríkið, maturinn og dýrið......"
Kær kveðja Kristín
Kristín Bjarnadóttir, 30.12.2008 kl. 00:11
Sæl og blessuð Dóra mín.
Langt síðan ég hef heyrt frá þér en þú ert sjálfsagt að jafna þig eftir allt eldhússtússið eins og ég sem sé heitan pott og dekur í hillingum (grín) Ég lofa þvi að passa uppá puttana til að geta þanið gítarinn 8. janúar nk.
Sjáumst mín kæra
ps. skilaðu góðri kveðju til Aglow dúllunar
Helena Leifsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:27
Hæ Kristín.
Krúttleg bæn frá Svíþjóð... sennilega hafa feðgarnir á himnum haft gaman af.
Börnin biðja alltaf best finnst mér, einlæg og yndisleg.
Takk fyrir innlitið, mér þykir vænt um það
Guðs blessun til þín
Helena
Helena Leifsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:33
Plokkfiskurinn kláraðist í mötuneyti Landspítalans þegar enn var klukkutími eftir af matartímanum á mánudaginn. Indverskar pönnukökur komu í staðinn, en stóðu engan vegin plokkfiskinum á sporði. Skil vel ánægju þína með soðna fiskinn og rauðu kartöflurnar. Betri mat er ekki að hafa.
Ragnhildur Kolka, 31.12.2008 kl. 23:34
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 00:58
Haha flottur strákur og reyndar allir þessir strákar ykkar, ég trúi því og veit að Óskar hafi ekki vafist tunga um tönn að útskýra boðskapinn fyrir þeim yngsta.
Gleðilegt árið til ykkar allra
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:34
Krúttlegt. Minnir mann samt á það hvernig börn sjá heiminn í sínum takmarkaða orðaforða og oft meiri túlkunar þörf en við höldum.
Gleðilegt nýtt ár frá okkur hjónunum. Guð blessi þig og fjölskyldu þína.
Bryndís Böðvarsdóttir, 2.1.2009 kl. 01:21
Sælar nöfnur !
Takk fyrir innlitið og hlýja kveðju. Guðs blessun og náð fylgi ykkur á nýju ári 2009
Kærleiks kveðja.
Helena
Helena Leifsdóttir, 2.1.2009 kl. 12:46
Heil og sæl Rósa mín.
Takk fyrir myndina og allar kveðjur.
Guð blessi þig á nýju ári
Helena
Helena Leifsdóttir, 2.1.2009 kl. 12:48
Sæl Ragnhildur.
Takk fyrir skemmtilegt innlegg með plokkfiskinn. Guð blessi þig alla daga!
Helena
Helena Leifsdóttir, 2.1.2009 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.