25.1.2009 | 14:28
Hrúturinn Hreinn - Algjör snilld!
Hitamælirinn við eldhúsgluggann sýnir 8° Arnarnesvogurinn er spegilsléttur, mér sýnist blátoppurinn byrjaður að bruma og vorlaukar gæjast uppúr blautri moldinni undir stofuglugganum. Samt sýnir dagatalið 25. janúar 2009 -veturkonungur hefur ekki sýnt vald sitt hér á höfuðborgarsvæðinu nema í formi mótmæla og stjórnarkreppu.
Auðvitað er fullsnemmt að huga að vorverkum því febrúar er handan við hornið og hugsanlegt páskahret. Samt sem áður vona ég að vorblíðan nái inní íslensk stjórnmál þegar nær dregur.
Höfuðborgarsvæðið er gjörsamlega að fara á taugum sagði góð vinkona mín á Snæfellsnesi, viltu ekki bara koma vestur í rólegheitin, hér gengur lífið sinn vanagang enda höfum við lítið vitað af góðærinu sem þið eruð að væla yfir. Kannski hefur hún rétt fyrir sér að góðærið náði aldrei út fyrir bæjarmörkin.
Burt séð frá þvi finnst mér Hrúturinn Hreinn eitt besta sjónvarpsefni sem rúv býður uppá -
Algjör snilld.
Fallegt veður - Slökkt á öllum miðlum - Göngutúr kringum Vífilstaðavatn heillar.
Njótið lífsins, reynum að slaka svolítið á, þrátt fyrir allt heldur lífið áfram !
Guð blessi Ísland
Helena
Athugasemdir
Fínt innlegg í daginn.
Ragnhildur Kolka, 25.1.2009 kl. 15:05
Takk Ragnhildur,
Það var einstaklega ánægjulegt hversu margir voru úti við í dag, fjölskyldur , börn niðrí fjöru við voginn og eins og oft áður töluverður fjöldi kvenna á labbi og alvarlegu spjalli. Dagurinn var yndislegur. Vonandi hafa sem flestir hvílt sig á stjórnmála þrasi og notið dagsins.
Guð blessi þig.
Helena Leifsdóttir, 25.1.2009 kl. 20:20
Sæl Helena mín!
Falleg og vorleg færsla,kemur manni í vor skap
Vorlaukarnir kalla á byrtu og yl og gleðja huga og auga
Það er kominn tími á kaffi sopa hjá okkur vinkonunum
Bestu kveðjur Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 27.1.2009 kl. 15:56
Sæl Halldóra mín.
Sammála þér með kaffibolla og hitting.
Helena Leifsdóttir, 27.1.2009 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.