Góða nótt - Kvöldbænir

untitledÞað er gott að kunna bænir, Í barnakirkjunni eða sunnudagaskólanum, læra börnin bænir eins og Faðir vor og Vertu Guð faðir, faðir minn. En þau læra líka að tala við Guð frá eigin brjósti í huganum. Margir foreldrar eiga bókina Kvöldbænirnar mínar, bók sem inniheldur allar fallegustu kvöldbænirnar. Það er gott að eiga innra bænalíf. Það getur gefið fólki styrk á lífsins leið.

Vinsælasta kvöldbænin er „Faðir vor“  þrátt fyrir að vera svolítið strembin fyrir þau yngstu, vilja þau læra Faðir vorið. Margir foreldrar hafa átt erfitt með að springa ekki úr hlátri þegar litla ungviðið hefur skreytt og bætt þessa innihaldsríku bæn af hjartans einlægni.

Eflaust eigið þið öll skemmtilegar minningar og stundir við lestur kvöldbæna, og sum ykkar eigið alveg örugglega ykkar eigin frumsömdu bæn sem er kölluð uppáhaldsbænin og beðin á hverju kvöldi. Hér kemur ein slík sem heitir „Kæri Jesú minn“  Bænin „Kæri Jesú minn“ hefur verið uppáhalds bænin í bræðrafélaginu hér Garðabænum, bæn sem varð til eitt kvöldið eftir áhyggjufullan dag  hjá litlum dreng.

Bænin Kæri Jesú minn hljómar svo

Kæri Jesú minn
Ég þakka þér fyrir daginn í dag
viltu gefa mér góða nótt og fallega drauma
Viltu varðveita ( passa) mömmu, pabba og bræður mína
Viltu varðveita heimilið okkar og okkur öll frá slysum og hættum
Viltu varðveita alla í stóru fjölskyldunni okkar
Viltu hjálpa mér í skólanum á morgun og blessa bekkinn minn
Takk, kæri Jesú minn að þú ert alltaf hjá mér, þú ert vinur minn

Í Jesú nafni Amen

Kvöldbænir ...lesa hér

Barnakirkjan...lesa hér

Guð blessi ykkur öll, njótið helgarinnar.
Helena

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Takk fyrir hlý orð eins og venjulega Helena mín.  og takk fyrir að skamma þessa labbakúta:)

bestu kveðjur til ykkar, Kristín

Kristín Bjarnadóttir, 9.2.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Mikið var þetta falleg bæn hjá syni þínum og það veit ég að þegar beðið í hjartans einlægni eins og þessi frábæri drengur gerði þá stendur ekki á bænasvörum.

Þegar ég var á fjórtánda ári þá bað ég Jesú að lækna mig af flogaveiki af hjartans einlægni og 100% trú. Öldungar báðu með mér og smurðu mig með olíu.  Viti menn, ég var sko bænheyrð.

En núna stend ég mig oft af verki að biðja og eiginlega draga í efa að fá bænasvör. Finnst margt þarflegra en að svara bænum um að hjálpa mér t.d. að læra en ég er í fjarnámi. 

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.2.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Kristín mín.
Takk fyrir hlýja kveðju til okkar hér í Faxatúni. Já, ég skammast þegar gengur fram að mér, bloggið er misnotað af fólki sem skilur ekki hugtök eins og virðing,tillitsemi, umhyggja, kurteisi, allt of margir taka sér skotleyfi og nornaveiðar í nafni bla bla o.s.f.v ég er ofboðslega þreytt á þesskonar skrifum.

Það sem gerir bloggið þitt öðruvísi er þú ert laus við stóruorðin,yfirlýsingar,hefndina og hatrið. Þessvegna veit ég að ykkur mun ganga vel og börnin ykkar finna frið og öryggi. Það er allt sem þarf ef hugsað er til framtíðar.

Gleði Drottins fylli húsið ykkar,  
Kærleiks kveðja
Helena

Helena Leifsdóttir, 9.2.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Rósa mín,
Ertu komin aftur á kreik það er mjög ánægjulegt! Ég er sammála þér að bænin er einn mesti leyndardómur sem til er hún er eins og ástin maður þarf að upplifa hana.
En það er líka mannlegt að efast, við erum breisk og Guð veit það þessvegna elskar hann okkur án skilyrða.

Að ganga vel í fjarnámi er spurning um vinnu og skipulag ég var sjálf á Bifröst svo ég þekki þann pakka svolítið. Ég ætla samt að biðja Guð að gefa þér velgengni í námi, gott minni og skilning.

Við erum að setja upp heimasíðu um Aglowstarfið hér í Garðabæ kíktu á okkur og gefu álit!
www.aglowgb.net

Blessun Guðs yfir þig í dag
Helena

Helena Leifsdóttir, 9.2.2009 kl. 11:08

5 identicon

Amen Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:40

6 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Birna mín, hetja drottins.
Guð blessi þig á hverjum degi.

Helena Leifsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband