25.1.2009 | 14:28
Hrúturinn Hreinn - Algjör snilld!
Hitamælirinn við eldhúsgluggann sýnir 8° Arnarnesvogurinn er spegilsléttur, mér sýnist blátoppurinn byrjaður að bruma og vorlaukar gæjast uppúr blautri moldinni undir stofuglugganum. Samt sýnir dagatalið 25. janúar 2009 -veturkonungur hefur ekki sýnt vald sitt hér á höfuðborgarsvæðinu nema í formi mótmæla og stjórnarkreppu.
Auðvitað er fullsnemmt að huga að vorverkum því febrúar er handan við hornið og hugsanlegt páskahret. Samt sem áður vona ég að vorblíðan nái inní íslensk stjórnmál þegar nær dregur.
Höfuðborgarsvæðið er gjörsamlega að fara á taugum sagði góð vinkona mín á Snæfellsnesi, viltu ekki bara koma vestur í rólegheitin, hér gengur lífið sinn vanagang enda höfum við lítið vitað af góðærinu sem þið eruð að væla yfir. Kannski hefur hún rétt fyrir sér að góðærið náði aldrei út fyrir bæjarmörkin.
Burt séð frá þvi finnst mér Hrúturinn Hreinn eitt besta sjónvarpsefni sem rúv býður uppá -
Algjör snilld.
Fallegt veður - Slökkt á öllum miðlum - Göngutúr kringum Vífilstaðavatn heillar.
Njótið lífsins, reynum að slaka svolítið á, þrátt fyrir allt heldur lífið áfram !
Guð blessi Ísland
Helena
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2009 | 14:09
Geir og Inga Jóna - Bænir okkar eru hjá þér og fjölskyldu ykkar !
Ég varð verulega sorgmædd að heyra yfirlýsingu forsætisráðherra rétt í þessu, krabbamein er grafalvarlegt mál og fara nú í hönd erfiðar vikur og mánuðir hjá þeim hjónum og fjölskyldu.
Það er einlæg bæn mín að Geir nái fullkomnum bata, Guð gefi að svo verði.
Geir Haarde hefur verið sem klettur á þeim örlaga tímum sem þjóðin gengur í gegnum. Maður sem hægt er að bera virðingu fyrir og treysta á.
Bænir okkar og hlýjar hugsanir munu fylgja ykkur Geir og Inga Jóna á næstu mánuðum.
Sálmur 121;
Ég hef augu mín til fjallanna,
hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Hann mun ekki láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein
né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu
héðan í frá og að eilífu.
Blessunaróskir
Helena Leifsdóttir,
formaður Aglow í Garðabæ
Aglow International er alþjóðleg hreyfing kristinna kvenna
Aglow International er alþjóðlegt bænanet kristinna kvenna
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 00:01
Ótrúleg samvinna Landlæknis og Obama...
Ótrúleg samvinna Landlæknis og Obama ef marka má fyrirsögn við þessa stórmerkilegu frétt.
Fóstureyðingum fer fækkandi
Guði sé lof og þökk fyrir góðar fréttir mitt á tímum upplausnar og svartnættis. Vonandi fáum við að sjá lægri tölur um næstu áramót. En er það ekki kappsmál okkar kvenna sem erum sérhannaðar fyrir meðgöngu og barnsfæðingar að fóstureyðingar verði aflagðar. TIL umhugsunar fyrir nýja Ísland !
Samkvæmt tölum, sem landlæknisembættið hefur tekið saman um fjölda fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, kemur fram að árið 2007 voru skráðar 877 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi. Árið 2006 voru fóstureyðingar 904.
.........................
Því að þú hefir myndað nýru mín,
ofið mig í móðurlífi.
Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður,
undursamleg eru verk þín,
það veit ég næsta vel.
Beinin í mér voru þér eigi hulin,
þegar ég var gjörður í leyni,
myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni,
ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína,
áður en nokkur þeirra var til orðinn.
sálmur 139; 13-16
Blessunaróskir
Helena
![]() |
Fóstureyðingum fer fækkandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 14:21
Lumar þú á hugmynd?
Eins og þið hafið eflaust heyrt í fréttum eigum við hjá ABC barnahjálp og fl. hjálparsamtök í miklum erfiðleikum með að sinna og halda úti hjálparstarfi í vanþróuðum löndum. Fjármálakreppan og gengishrunið hefur gert það að verkum að við getum ekki gefið börnum að borða.
Við sem sitjum í stjórn ABC horfum fram á niðurskurð í starfinu, niðurskurð skrifa ég og spyr sjálfa mig er hægt að hætta við að gefa barni að borða? Er hægt að senda barn heim í fátæktina og eymdina þar sem algjört vonleysi bíður þess.
Í dag eru tæplega 13.000 börn á okkar vegum sem eru ýmist í dagskóla eða búa á heimavist.
Heimavistarskóli: börnin fá skólagöngu og fulla framfærslu á barnaheimili eða heimavistarskóla.
Dagskóli plús: auk dagskóla fá börnin að dvelja í skólaathvarfi ABC eftir skóla þar sem þau fá aðstoð við heimanám, síðdegis hressingu og ýmsa umönnun.
Í dag erum við að undirbúa söfnunina Börn hjálpa börnum söfnun sem er unnin í samvinnu við skóla og heimili. Hetjurnar okkar, börnin hafa tekið að sér að ganga í hús með bauka merktum ABC, svo sannarlega er framlag þeirra til hjálparstarfs ómetanlegt.
Söfnunin Börn hjálpa börnum hefst 2. -28 febrúar nk.
Við höfum einnig opnað reikning sem heitir Neyðarsjóður ABC barnahjálpar sjá heimasíðu okkar www.abc.is
Í dag leitum við nýrra leiða til fjáröflunar, nýjar hugmyndir...lumar þú á hugmynd sem gæti hugsanlega orðið barni til blessunar ?Mikilvægast er vinarþel og umhyggja þúsunda hér heima sem hafa stutt við starfið með fjárframlögum og sem stuðningsforeldrar.
Ég færi ykkur öllum þakkir og blessunaróskir.
Helena L.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 00:32
Sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki
Fyrirbæn fyrir landi og þjóð hefur staðið yfir alla vikuna á Lindinni. Megin áhersla fyrirbiðjanda hefur verið að biðja fyrir heimilunum, fjölskyldum og hjónaböndum.
Viða er mjög erfitt og hriktir í stoðum hjá mörgum hjónum. Áhyggjur, ótti og kvíði við framtíðina hvílir á fólki, sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki sem hefur fyrir mörgum börnum að sjá, ungt fólk sem er að hefja lífið, væntingar og vonir horfnar, jafnvel atvinnuleysi og skuldirnar vaxa og vaxa.
Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus, dýrmætasta undirstaða þjóðar er fjölskyldan,heimilið og börnin okkar. Klukkan tifar... Guð gefi farsæla lausn inní þessar erfiðu kringumstæður á næstu mánuðum. Heimilin þurfa kraftaverk.
Það er jafnframt það helgasta.
þá var konan sem Guð valdi manninum að meðhjálp
ekki tekin úr höfði mannsins til að stjórna honum.
Hún var heldur ekki tekin úr fótum hans til að vera
fótum troðin af honum.
NEI, hún var tekin úr síðu hans til að vera honum jöfn,
undan hendi hans til að njóta verndar hans
og frá HJARTA hans til að eiga ÁST hans alla.
Guðs blessun til ykkar kæru vinir
Kærleiks kveðja
Helena
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2009 | 23:43
Skemmtilegur félagsskapur -
Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)
Aglow kvöld fimmtudaginn 8. janúar kl. 20. 00 í Garðabæ
Aglow kvöld í Skátaheimilinu við Bæjarbraut kl. 20.00
Fyrsti fundur á nýju ári í skemmtilegum félagsskap eins og Guðrún nefnir hér að ofan. Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart ( ómissandi gleðigjafi) Helena tekur fram gítarinn og leiðir okkur í samsöng.
Undir vængjum hans
Yfir skrift kvöldsins er " Undir vængjum hans" Setning tekin úr Sálmi 91; og Rutarbók. Helena ætlar að leiða okkur í allan sannleikan um Naomi og Rut, dugmiklar konur sem breyttu heimsmynd síns tíma. Það var kreppa í landinu og vandlifað. Naomi og Rut tvær konur með mikilvægt hlutverk, sem skyldu að Guð bregst aldrei, áætlun hans með líf okkar er áætlun til heilla og hamingju. Konan er mikilvæg í áætlun Guðs, hlutverk okkar og köllun er stærri en okkur grunar. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hvað Guðs orð segir um konur.
Væna konu hver hlýtur hana hún er miklu meira virði en perlur ( Orðsk. 31;10 )
Frábært kvöld í kærleiksríkum félagsskap, gott upphaf á nýju ári.
Vonast til að sjá þig á Aglow, við tökum vel á móti þér !
Kærleiks kveðja
Helena L.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2009 | 01:45
The Prayer
The Prayer by Andrea Bocelli and Celine Dion
Sendi ykkur öllum hlýjar kveðjur úr Garðabænum á nýju ári.
Frábær útsetning og söngur, njótið vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)