Evrópuráðstefna Aglow var ótrúleg upplifun !

Í dag er 27. júlí sumri farið að halla ,sumarið hefur verið viðburðaríkt og lítill tími til að sitja við lyklaborð og skrifa .Það er einstaklega skynsamlegt að taka sér frí frá tækni og fjölmiðlum og velja í stað þess að njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Ferðalög og viðburðir innan Aglow í upphafi sumars eiga heima hér á blogginu mínu því alltaf er gaman að fylgjast með Aglowkonum!

Ráðstefnuhúsið í Malaga     Fánadans   Aglow þjóðir  Asher dansar
Evrópumót Aglow ;
Við fórum til Malaga á Spáni í júní sl. á Evrópumót Aglow hópur frá Islandi,við frá Aglow í Garðbæ leigðum okkur íbúð í gamla bænum við Picaso torgið,nutum þess að skoða okkur um í bænum Malaga sem er einstaklega heillandi bær,setjast inná Tabas barina,kaffihúsin og þræða ísbarina,taka myndir og hlægja saman.
Ásta,Helena,Hildur   Búðaráp  Ásta garðaskoðun  Vinkonur mínar frá UK

Evrópumótið byrjaði síðan 5.júni  í nýju glæsilegu ráðstefnu húsi "Palacio de Ferias y Congresos de Málaga"  yfirskrift mótsins var Evrópa -Rís upp, krefstu hlutskiptis þíns.Ég var mjög spennt að hitta og kynnast nýjum Aglowkonum,vera með þeim á mótinu og hlusta á hugsjón þeirra fyrir land þeirra og þjóð,biðja með þeim og lofa Guð saman. Tónlistin,lofgjörðin og tilbeiðslan var einstök,sterk nærvera Heilagsanda og spámannlegur andi einkenndi ráðstefnuna.
Ræðumenn voru;
Jane Hansen forseti Aglow International og Asher Intrader frá Jerúsalem,auk þess sem Edda Swan forseti Evrópustjórnar stýrði samkomum styrkri hendi ,Nonnie frá UK talaði kröftuglega og söng spámannlega lofgjörð. Hvað merkir yfirskrift mótsins fyrir álfuna? Evrópa rís upp,gakktu inní áætlun Guðs ,taktu á móti þeirri köllun sem Guð hefur fyrirbúið fyrir börnin þín,þjóðirnar sem byggja álfuna. Í dag er tími til að snúa sér frá synd og spillingu,leita Guðs af öllu hjarta svo græðsla og blessun frá himninum komi yfir þjóðirnar.Guðsfólk um alla Evrópu hefur tekið ákvörðun,við viljum standa vörð um kristinn gildi og Guðs Orð.
Aglow er;
Aglow er alþjóðleg hreyfing kristinna kvenna sem starfar í 177 þjóðlöndum,í rauninni erum við risa her kvenna sem lætur ekki af að flytja gleðifréttina „ Jesús lifir í dag,hann elskar þig“ taktu á móti kærleika hans og fyrirgefningu. Við erum einnig bænaher,innan Aglow er um ein milljón kvenna sem eru virkir fyrirbiðjendur,konur sem koma saman og biðja reglulega fyrir fjölskyldu,ættingjum,vinum,bæjarfélögum,ríkistjórnum,þjóðum og fyrst og fremst að Guðsríki komi niður til jarðarinnar.Faðir vor þú sem ert á himnum,helgist þitt nafn,tilkomi þitt ríki,verði þinn vilji,svo á jörðu sem á himnum. ( Matt.6;9-)

Getum við breytt heilli þjóð með bæn?
Já,ég hef fullatrú á þér og mér sem bænafólki,manstu hvað Jesús sagði í Matt;18:18-19
Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu mun bundið á himni og hvað sem þér leysið á jörðu mun leyst á himni.
Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um.

Blessunaróskir úr Garðabænum.
Helena með ísl.fánann

Helena  fánaberi f.hönd Islands á Aglow ráðstefnunni.


Mikil mildi = Náð Guðs yfir suðurlandi !

Mikil mildi að ekki fór verr - Guð láti gott á vita - Guði sé lof að engin hefur slasast.

Segjum við sem höfum fylgst með fréttum núna síðdegis. Ég var útí garði ásamt móður minni að vinna í garðinum þegar jörð tók að skjálfa og við vissum báðar að hér var jarðskjálfti á ferðinni. Árið 2000 17.júní á afmælisdaginn hennar mömmu vorum við samankomin í sumarhúsi hennar í Grímsnesi þegar harður jarðskjálfti skók jörðina og húsið, það var vægast sagt skelfileg upplifun og við hlupum öll út mjög óttaslegin.

Þessi minning heimsótti mig í dag og hjarta mitt fylltist samúð og skilning á kringumstæðum þeirra fjölmörgu sem búa fyrir austan. Ég skil svo vel áhyggjur þeirra og kvíða fyrir að kannski kemur annar skjálfti, kannski ekki. Ég lyfti hjarta mínu upp til Guðs og bið hann að vernda og varðveita,gefa huggun og styrk þeim sem óttaslegnir og kvíða næstu klukkustundum.
Sálmur 121 kom í huga minn og skrifa ég hann hér inná bloggið mitt,því Guðs orð er huggun og styrkur fyrir okkur sem finnum öll til vanmáttar og smæðar gagnvert ógnum náttúrunnar.

   Sálmarnir 121

    Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp?

    Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.

    Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.

    Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.

    Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.

    Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur.

    Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.

    Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu.


Sameinumst í bæn til Drottins fyrir hvort öðru,
íbúum fyrir austan, hjálparstarfsfólki og landinu okkar.

Blessunaróskir.

Helena 

   

 


Sumarbros

Vinkona mín sendi mér skemmtilegt sumarbros í dag sem ég ætla að leyfa ykkur eiga með mér!

 

Sumarbros

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna.
Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.

En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis.
Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg
efni.

Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég
kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of
oft niður undir hné.

En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða
hversu dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur
betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún
bregst við þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti

Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra
okkar, komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki
það sama og að skapa sér líf.

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað
tækifæri.

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með
hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verður maður líka að gefa boltann til baka.

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu,
þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina.
Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.

Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk
gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.

Guð blessi þig sem lest þetta sumarbros.



Á ég að gæta systur minnar?

Mjög merkilega bloggfærslu er að finna inná Vonin í dag föstudag 23.maí sem ég hvet alla til að lesa.Fyrisögnin á þessum pælingum mínum varðar menn og konur sem þurfa að líða vegna trúarsannfæringar sinnar. Málefni sem fjölmiðlar hér heima ættu að fjalla meira um og samtök að skoða alvarlega með það í huga að veita hjálp,stuðning og sýna þannig kærleika í verki.Hér er þarft verkefni fyrir utanríkisráðherra að skoða,hvernig við islendingar sem erum kristin þjóð gætum haft áhrif og umbreytt lífi hundruða sem líða vegna trúar sinnar á Jesúm Krist.

 USA 2007 001

"Á ég að gæta systur minnar" var yfirskrift ráðstefnu sem ég tók þátt í ásamt 400 konum í Jerúsalem sl. vor. í máli ræðukvenna sem komu víðasvegar að þó aðallega frá Mið-Austurlöndum fegnum við konur frá vestrænum heimi að upplifa þá neyð og miskunnarleysi sem konur þar ytra búa við.Kona sem tekur kristna trú kallar yfir sig bölvun fjölskyldunnar og er réttdræp.Við hlustuðum einnig á konur sem sögðu frá mannsali,vændi og kynlífsþrælkun þar sem ungar stúlkur eru söluvaran,þeim er smyglað til vesturlanda,gegnum flugvelli á mjög leynilegan hátt td. til USA. Gæti verið að viðkomustaður þessa glæpasamtaka sé hér á Islandi ?

Á ég að gæta systur minnar, hver er skylda mín og þín sem búum ennþá í kristnu samfélagi. Hver er td. skylda okkar gaganvart þeim ungu konum sem hafa látið lífið á þessu ári vegna eyturlyfjaneyslu hér á Islandi,ungar fallegar stúlkur sem eiga börn og fjölskyldu sem gráta líf þeirra og sorglegan endi á framtíð sem velmegunarþjóðfélagið hefur ekki tekist að breyta til gæfu og hamingju. Þessvegna er þörf á bænavakningu og afturhvarfs til þeirra gilda sem kristin trú boðar,von og kærleika Guðs sem umbreytir öllu. Ég hef verulegar áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi að vilja hverfa frá vernd og blessun Guðs fyrir land og þjóð. Það minnir mig á söguna af manninum sem byggði hús sitt á sandi , þið munið eflaust flest endirinn enda er sagan kennd í sunnudagaskólunum og er ein af perlum NT. 

Ekki fl. í dag héðan úr Garðabænum.
Sameinumst í kvöld í bæn fyrir trúbræðrum okkar.

Guð blessi ykkur öll vel og vandlega.
Helena

 


" LET IT RAIN " syngum með Michael W. Smith

Heil og sæl:
Til hamingju með daginn í dag, Hvítasunnudag. Fyrir ári síðan var ég stödd í Loftstofunni í Jerúsalem ásamt hundruðum Aglowkvenna. Við sungum og tilbáðum Guð  ásamt fólki frá Asíu og Evrópu,stundin í Loftstofunni er eftirminnileg vegna þess að við fegnum að snerta eld hvítasunnunnar,við sungum í tungum,lyftum upp höndum og grétum frammi fyrir Guði.Ólík tungumál,mismunandi menning og hefðir en nærvera Heilags anda þennan morgunn mun seint gleymast við vorum eins og risastór fjölskylda.

 

Michael W. Smith er náttúrbarn á sviði lofgjörðartónlistar,syngjum með honum dásamlegt lag sem heitir LET IT RAIN,open the floodgates of heaven,let it rain.

 

Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum
eins og andinn gaf þeim að mæla (post.2;4)
 
Guð blessi þig í dag með nærveru Heilags anda. 

 


Það er fullkomnað - JESÚS lifir

Jesús lifir í dag
 
 Það er fullkomnað
hann hefur sigrað
Satan hefur tapað
máttur dauðans brotin er
JESÚS er Drottinn,ó halleluja
  Konungur konunga að eilifu hann er.
Hallelúja,hallelúja...
 
 
 
 

Lof um dugmikla konu !

Dugmikla konu, hver hlýtur hana?Hún er miklu dýrmætari en perlur.
Hjarta manns hennar treystir henni og ekki er lát á hagsæld hans.
Hún gerir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.

Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum.
Hún er eins og kaupförin,sækir björgina langt að.
Hún fer á fætur fyrir dögun,skammtar heimilisfólki sínu
og segir þernum sínum fyrir verkum.Fái hún augastað á akri kaupir hún hann
og af eigin rammleik býr hún sér víngarð.Hún gyrðir lendar sínar krafti
og tekur sterklega til armleggjunum.Hún finnur að starf hennar er ábatasamt,
á lampa hennar slokknar ekki um nætur.

Hún réttir út hendurnar eftir rokknum og fingur hennar grípa snælduna.
Hún er örlát við bágstadda og réttir fram hendurnar móti snauðum.

Ekki óttast hún um heimilisfólk sitt þótt snjói því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati.
Hún býr sér til ábreiður,klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.
Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum þegar hann situr með öldungum landsins.
Hún býr til línkyrtla og selur þá og kaupmanninum fær hún belti.

Kraftur og tign er klæðnaður hennar og hún fagnar komandi degi.
Mál hennar er þrungið speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.
Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð.

Börn hennar segja hana sæla, maður hennar hrósar henni:
„Margar konur hafa sýnt dugnað en þú tekur þeim öllum fram."
Yndisþokkinn er svikull og fegurðin hverful en sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið.
Hún njóti ávaxta handa sinna og verk hennar skulu vegsama hana í borgarhliðunum.

Orðskviðir 31:10-31

Kæru vinkonur til hamingju með daginn í dag.

Blessunaróskir/ Helena Leifs. 


Jólafundur Aglow í Garðabæ í kvöld !

Fimmtudagskvöldið 6. des. kl.20.00  í Skátaheimilnu í Garðabæ mun ilmur aðventu fylla húsið. Við kertaljós og ljúfa jólatónlist ásamt heitu súkkulaði og gómsætum veitingum verður kvöldið yndislegt. Það er gott að koma saman og fylla hug og hjarta í hlýlegu umhverfi sem nærir anda og sál.
Halldóra Ásgeirsdóttir les Jólasögu.


Agnes EiríksdóttirAgnes Eiriksdóttir ritari Landsstjórnar á Islandi flytur hugleiðingu.
Agnes hefur starfað með Ungu fólki með hlutverk og er ein af frumkvöðlum Isl. Kristskirkjunnar. Agnes er mikil bænakona og flytur Guðs Orð af einlægni og kærleika.

Söngur og tónlist fyllir húsið.Fyrirbæn og beðið fyrir bænaefnum.

 

Aglow-kvöld er einstakt kvöld sem engin kona má missa af.
Þú ert hjartanlega velkomin.

 

 

Ég vil dvelja í skugga vængja þinna.
Ég vil þiggja þann frið, er færir þú.
Nóttin kemur, en ég mun ekki hræðast,
er ég dvel í skugga vængja þinna.

:,: Í skugga, í skugga,
í skugga vængja þinna. :,:

Undir vængjum hans má ég hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur minn.
Örvar fljúga en ég mun ekki hræðast,
er ég dvel í skugga vængja þinna.

:,: Í skugga, í skugga,
í skugga vængja þinna. :,:
 

Texti Sálmur 91 


Er kærleiksboðskapur hættulegur?

Spyr Kolbrún Bergþórsdóttir ( í 24stundir í dag). Sem stendur með Guði,Kristi og englunum.Kolbrún er með betri pennum landsins enda rennur Strandablóð í æðum hennar.Kolbrún fær Gullpálmann frá Aglow í Garðabæ og blessunarbænir!

 

... Er það ekki bara af hinu góða að börn fái að heyra af Guði, Jesúbarninu og englunum?

Ég hefði haldið að það veitti nú ekki af slíkri fræðslu í hálftrylltum heimi þar sem menn eru sífellt að lenda á villigötum. Ef einstaklingar ætla að eignast hugarró verða þeir að hafa innri áttavita.

Þann áttavita eignast menn helst með því að tileinka sér fagnaðarboðskap. Og það er farsælast fyrir einstaklinga að kynnast þeim boðskap sem fyrst. Leitt að leikskólarnir skuli neita að taka þátt í svo nauðsynlegri fræðslu

Öll greinin hennar Kolbrúnar.

Við erum kristin þjóð og Guði sé lof fyrir það!

Kristintrú er kennd en ekki boðuð...
Skólinn í hverfinu mínu kennir kristnifræði,goðafræði og. fl. trúarbrögð.Ekki hefur það truflað okkur á neinn hátt enda er hér um fræðslu og kynningu að ræða.Synir mínir höfðu gaman af. Ásatrú fékk áberandi mikla umfjöllun, ekki leit ég á það sem trúboð heldur fræðslu. Ég held að menn verði að gera greinarmun á kristniboði og fræðslu.Biblíusögur eru skemmtilegt fag.

Við erum kristin þjóð.
Stjórnarskrá okkar er byggð á kristnum gildum og siðfræði trúarhefðar okkar. Það hefur margsinnis sýnt sig að þegar á reynir td. í náttúruhamförum og alvarlegum slysum að kirkjur landsins hafa fyllst af fólki sem leitar huggunar í trúnni á Jesúm Krist. Hér í Garðabæ leituðu unglingarnir okkar inní kirkjuna þegar ung stúlka beið bana í bílslysi fyrir 2 árum,skólinn tók einnig þátt í sorg þeirra og söknuði. Þá gengdi bænin og huggun frá Orði Guðs Biblíunni lykil hlutverki. Kristin trú er okkur í blóð borin,látum engan taka þann arf frá okkur.

Við erum kristin þjóð.
Þeir sem flytja hingað til landsins setjast ekki hér að til að umbylta þjóðfélagi okkar né kristinni trú. Á sama hátt og ef við flytjum til Indlands eða Jórdaníu verðum við að aðlaga okkur að þeirra hefð og menningu.Það þýðir samt sem áður ekki að fólk þurfi að afneita trú sinni.Þessvegna skil ég ekki hvernig við ætlum að vera sá gestgjafi sem ætlar að þóknast öllum er hingað flytja.Í mínum huga kallar það á ringulreið.

Guð blessi ykkur öll.

Helena Leifsdóttir,formaður Aglow í Garðabæ 

 


Dömur... Aglow á Akureyri í kvöld.

Það er ekki uppselt né fráteknir miðar á Opið hús hjá Aglowkonum á Akureyri í kvöld 19.nóvember.Fundurinn hefst kl.20.00 í þjónustu-miðstöðinni
Víðlundi 22.
Allar konur norðan heiða eru velkomnar!

Edda Swan

 Edda Swan formaður Landsstjórnar Aglow á Íslandi.
Frábær ræðukona heimsækir þær Aglowkonur í kvöld sem vert er að kynna nánar.Edda Swan er formaður Landsstjórnar Aglow á Islandi, Edda  hefur mjög góða yfirsýn og reynslu af Aglow starfinu víða um heim.Edda er forseti Evrópustjórnar Aglow og situr einnig í stjórn Aglow International.Hún hefur haldið fyrirlestra víðsvegar um Island og Evrópu,verið ræðukona á ráðstefnum og leiðtogahelgum Aglow International, þekking hennar á Guðs Orði og fyrirbæna þjónusta hefur verið mörgum konum til blessunar og hvatningar.

 

 

Við tökum lagið saman og sláum á létta strengi með Olgu og sönghóp þeirra Aglow kvenna á Akureyri.


Ertu með bænarefni eða þarftu að fá fyrirbæn fyrir sjálfa þig eða fjölskyldu þína? Aglow konur eru bænakonur við viljum fá að biðja með þér.

Aglow kvöld á Akureyri er gæðakvöld sem engin kona má missa af.
Við hlökkum til að sjá þig;  Mánudaginn 19.nóvember kl.20.00 í þjónustumiðstöðinni Víðilundi 22

 

Frið læt ég eftir hjá ykkur,minn frið gef ég ykkur.
Minn friður er ekki hverfull eins og sá friður sem heimurinn gefur,
verið því hvorki kvíðafullir né hræddir
.

Heimasíða Aglow á Íslandi 

Heimasíða Aglow International 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband