Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
11.2.2009 | 22:18
Fullkomlega læknuð af krabbameini - Guð heyrir bæn !
Aglow kvöld fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20. 00 í Garðabæ
Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)
Ræðukona á Aglow fundinum 12. febrúar verður Sólveig Traustadóttir, bænaleiðtogi Aglow á Islandi.Sólveig hefur gengt ýsmum trúnaðarstörfum innan Aglow á Íslandi, hún hefur leitt námskeið í sálgæslu og innri lækningu. Megin þjónusta Sólveigar í dag er bænaþjónusta.
Sólveig greindist með æxli í ristli í desember 2007 fór síðan í aðgerð og lyfjameðferð. Bænafólk um allt land bað fyrir Sólveigu. Í dag hafa læknar útskrifað hana og staðfest að hún er fullkomlega læknuð af krabbameini. Lof sé Guði einum fyrir kraftaverkið. Við hlökkum til að hlusta á Sólveigu, vitnisburð hennar og fyrirbæn sem verður í lok fundarins.
Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20.00 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart ( ómissandi gleðigjafi) Rakel og Helena taka fram gítarinn og leiða okkur í söng.
Skátaheimilið við Bæjarbraut
Allar konur eru hjartanlega velkomnar
www.aglowgb.net
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.1.2009 | 00:01
Ótrúleg samvinna Landlæknis og Obama...
Ótrúleg samvinna Landlæknis og Obama ef marka má fyrirsögn við þessa stórmerkilegu frétt.
Fóstureyðingum fer fækkandi
Guði sé lof og þökk fyrir góðar fréttir mitt á tímum upplausnar og svartnættis. Vonandi fáum við að sjá lægri tölur um næstu áramót. En er það ekki kappsmál okkar kvenna sem erum sérhannaðar fyrir meðgöngu og barnsfæðingar að fóstureyðingar verði aflagðar. TIL umhugsunar fyrir nýja Ísland !
Samkvæmt tölum, sem landlæknisembættið hefur tekið saman um fjölda fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, kemur fram að árið 2007 voru skráðar 877 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi. Árið 2006 voru fóstureyðingar 904.
.........................
Því að þú hefir myndað nýru mín,
ofið mig í móðurlífi.
Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður,
undursamleg eru verk þín,
það veit ég næsta vel.
Beinin í mér voru þér eigi hulin,
þegar ég var gjörður í leyni,
myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni,
ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína,
áður en nokkur þeirra var til orðinn.
sálmur 139; 13-16
Blessunaróskir
Helena
Fóstureyðingum fer fækkandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 14:21
Lumar þú á hugmynd?
Eins og þið hafið eflaust heyrt í fréttum eigum við hjá ABC barnahjálp og fl. hjálparsamtök í miklum erfiðleikum með að sinna og halda úti hjálparstarfi í vanþróuðum löndum. Fjármálakreppan og gengishrunið hefur gert það að verkum að við getum ekki gefið börnum að borða.
Við sem sitjum í stjórn ABC horfum fram á niðurskurð í starfinu, niðurskurð skrifa ég og spyr sjálfa mig er hægt að hætta við að gefa barni að borða? Er hægt að senda barn heim í fátæktina og eymdina þar sem algjört vonleysi bíður þess.
Í dag eru tæplega 13.000 börn á okkar vegum sem eru ýmist í dagskóla eða búa á heimavist.
Heimavistarskóli: börnin fá skólagöngu og fulla framfærslu á barnaheimili eða heimavistarskóla.
Dagskóli plús: auk dagskóla fá börnin að dvelja í skólaathvarfi ABC eftir skóla þar sem þau fá aðstoð við heimanám, síðdegis hressingu og ýmsa umönnun.
Í dag erum við að undirbúa söfnunina Börn hjálpa börnum söfnun sem er unnin í samvinnu við skóla og heimili. Hetjurnar okkar, börnin hafa tekið að sér að ganga í hús með bauka merktum ABC, svo sannarlega er framlag þeirra til hjálparstarfs ómetanlegt.
Söfnunin Börn hjálpa börnum hefst 2. -28 febrúar nk.
Við höfum einnig opnað reikning sem heitir Neyðarsjóður ABC barnahjálpar sjá heimasíðu okkar www.abc.is
Í dag leitum við nýrra leiða til fjáröflunar, nýjar hugmyndir...lumar þú á hugmynd sem gæti hugsanlega orðið barni til blessunar ?Mikilvægast er vinarþel og umhyggja þúsunda hér heima sem hafa stutt við starfið með fjárframlögum og sem stuðningsforeldrar.
Ég færi ykkur öllum þakkir og blessunaróskir.
Helena L.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 00:32
Sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki
Fyrirbæn fyrir landi og þjóð hefur staðið yfir alla vikuna á Lindinni. Megin áhersla fyrirbiðjanda hefur verið að biðja fyrir heimilunum, fjölskyldum og hjónaböndum.
Viða er mjög erfitt og hriktir í stoðum hjá mörgum hjónum. Áhyggjur, ótti og kvíði við framtíðina hvílir á fólki, sárast er þó að finna vonbrigðin hjá ungu fólki sem hefur fyrir mörgum börnum að sjá, ungt fólk sem er að hefja lífið, væntingar og vonir horfnar, jafnvel atvinnuleysi og skuldirnar vaxa og vaxa.
Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus, dýrmætasta undirstaða þjóðar er fjölskyldan,heimilið og börnin okkar. Klukkan tifar... Guð gefi farsæla lausn inní þessar erfiðu kringumstæður á næstu mánuðum. Heimilin þurfa kraftaverk.
Það er jafnframt það helgasta.
þá var konan sem Guð valdi manninum að meðhjálp
ekki tekin úr höfði mannsins til að stjórna honum.
Hún var heldur ekki tekin úr fótum hans til að vera
fótum troðin af honum.
NEI, hún var tekin úr síðu hans til að vera honum jöfn,
undan hendi hans til að njóta verndar hans
og frá HJARTA hans til að eiga ÁST hans alla.
Guðs blessun til ykkar kæru vinir
Kærleiks kveðja
Helena
7.1.2009 | 23:43
Skemmtilegur félagsskapur -
Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)
Aglow kvöld fimmtudaginn 8. janúar kl. 20. 00 í Garðabæ
Aglow kvöld í Skátaheimilinu við Bæjarbraut kl. 20.00
Fyrsti fundur á nýju ári í skemmtilegum félagsskap eins og Guðrún nefnir hér að ofan. Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart ( ómissandi gleðigjafi) Helena tekur fram gítarinn og leiðir okkur í samsöng.
Undir vængjum hans
Yfir skrift kvöldsins er " Undir vængjum hans" Setning tekin úr Sálmi 91; og Rutarbók. Helena ætlar að leiða okkur í allan sannleikan um Naomi og Rut, dugmiklar konur sem breyttu heimsmynd síns tíma. Það var kreppa í landinu og vandlifað. Naomi og Rut tvær konur með mikilvægt hlutverk, sem skyldu að Guð bregst aldrei, áætlun hans með líf okkar er áætlun til heilla og hamingju. Konan er mikilvæg í áætlun Guðs, hlutverk okkar og köllun er stærri en okkur grunar. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hvað Guðs orð segir um konur.
Væna konu hver hlýtur hana hún er miklu meira virði en perlur ( Orðsk. 31;10 )
Frábært kvöld í kærleiksríkum félagsskap, gott upphaf á nýju ári.
Vonast til að sjá þig á Aglow, við tökum vel á móti þér !
Kærleiks kveðja
Helena L.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2009 | 01:45
The Prayer
The Prayer by Andrea Bocelli and Celine Dion
Sendi ykkur öllum hlýjar kveðjur úr Garðabænum á nýju ári.
Frábær útsetning og söngur, njótið vel
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2008 | 20:27
Flugeldar og jólaguðspjallið
Steiktur fiskur eða soðinn með smjeri og rauðum kartöflum. Ég fæ vatn í munninn og hugsa til hækkandi sólar þegar ég get sagt kjötætunum á mínum bæ að nú sé nóg komið af steikum og hlaðborði nægta.
Það styttist í áramót og nýtt ár 2009 er rétt handan við hornið. Hér er verið að skoða flugelda og háværar sprengjur, ég er hrifnust af stjörnuljósum enda lítið fyrir stríðslæti og titrandi jörð. En mæti að sjálfsögðu út á hól og hrópa Váaa..váaa þessi var æði og brosi mínu breiðasta og klappa saman höndum. Hetjurnar mínar verða að fá hvatningu á þeim örlagaríka tíma sem áramót eru.
Sonur minn og jólaguðspjallið.
Við höfum þann ágæta sið á mínu heimili að lesa jólaguðspjallið á aðfangadagskvöld synirnir skiptast á að lesa og var höfð æfing í stofunni. Viðhafnar Biblían var dregin fram og flett uppá Lúkasarguðspjalli 2 kafla.
Sá yngsti setti sig í stellingar og hóf lesturinn enda með Viðurkenningarskjal frá skólanum sem einn
besti upplesarinn á degi Ísl. tungu. Eftir lesturinn spurði sá stutti ; Hvað merkir þetta dýrð sé Guði í
upphæðum?... Á maður að lofa Guð með peningum ?
Og hvar er talað um Jón Ásgeir og vitfirringana (Spaugstofu útlegging) ... svo mörg voru þau orð.
Faðir hans settist niður og útskýrði texta guðspjallsins því ekki vildum við að blessað barnið mundi
tengja jólaguðspjallið við Kreppuárið 2008 og Jón Ásgeir.
Kær kveðja úr Faxatúni
Helena
25.12.2008 | 15:02
Gleðilega hátíð
Kæru vinir
Guð gefi ykkur öllum gleðilega hátíð í faðmi fjölskyldunnar
ættingja og vina. Bloggvinir, skáld og hugsjónafólk hlakka til að hitta
ykkur á mbl. á nýju ári. Færi ykkur öllum stærstu gjöf allra tíma
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn,
til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf.
Jóh. 3;16-
------------
Amy Grant syngur gullfallegt jólalag eða bæn um vináttu og frið á jörð.
"Grown Up Christmas List" by Amy Grant
Grown-up christmas list
Do you remember me?
I sat upon your knee;
I wrote to you
With childhood fantasies.
Well, I?m all grown-up now,
And still need help somehow.(can you still help somehow)
I?m not a child,
But my heart still can dream.
So here?s my lifelong wish,
My grown-up christmas list.
Not for myself,
But for a world in need.
No more lives torn apart,
That wars would never start,(and wars would never start)
And time would heal all hearts.
And everyone would have a friend,
And right would always win,
And love would never end.
This is my grown-up christmas list.
As children we believed
The grandest sight to see
Was something lovely
Wrapped beneath our tree.(wrapped beneath the tree)
Well heaven surely knows
That packages and bows
Can never heal
A hurting human soul.
No more lives torn apart,
That wars would never start,
And time would heal all hearts.
And everyone would have a friend,
And right would always win,
And love would never end.
This is my grown-up christmas list.
What is this illusion called the innocence of youth?
Maybe only in our blind belief can we ever find the truth.
(there?d be)
No more lives torn apart,
That wars would never start,
And time would heal all hearts.
And everyone would have a friend,
And right would always win,
And love would never end, oh.
This is my grown-up christmas list.
This is my grown-up christmas list.
Kærleiks kveðja
Helena Leifsdóttir,
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2008 | 15:35
Ég sagði nei...
Ung kona skrifar mjög merkilega grein í mbl. í dag sem vakti mig til umhugsunar um réttindi barna.
Greinin hennar ber yfirskriftina " Má bjóða þér fósturgreiningu ? " Melkorka segir frá reynslu sinni
um þann þrýsting sem konur eru beittar varðandi ófætt barn sitt. Ég segi þrýsting þvi ég á sjálf samskonar reynslu og Melkorka. 42ja ára að aldri var ég hvött af þekktum lækni til að fara í fósturgreiningu, þá gengin 13 vikur með yngsta drenginn minn. Mér var bent á að ég væri að brenna á tíma og sterkar líkur á að þessi einstaklingur yrði mér fjötur um fót. Ég valdi að treysta Guði, í dag er ég þakklát fyrir þá ákvörðun.
Ég er ekki sátt við að enn í dag er reynt að ræna verðandi mæðrum þeirri gleði og hamingju sem meðganga er,og þau forréttindi að fæða lifandi einstakling sem er elskaður og velkomin í fjölskylduna. Verum heilbrigð í hugsun, veljum að standa vörð um lífið.
Greinin hennar Melkorku...
ÉG HITTI góða ljósmóður reglulega vegna þess að ég er ófrísk. Það eru tilmæli frá landlækni til ljósmæðra að öllum mæðrum sé boðið upp á fósturgreiningu eða snemmsónar eins og það er líka kallað, til að hægt sé að athuga hvort barnið sé heilbrigt. Þessar upplýsingar fékk ég hjá ljósmóðurinni minni.
Svo vill til að ég er búin að kynna mér vel fósturgreiningu. Fósturgreining sem bendir til að barnið sé fatlað á einhvern hátt leiðir nær undantekningarlaust til þess að fóstrinu er eytt. Þetta veit landlæknir. Þess vegna særði þetta boð mig mjög. Það er mín skoðun að þær konur sem vilja fara í fósturgreiningu geti beðið um hana sjálfar. Ég kæri mig ekki um svona viðbrögð við því að ég sé ófrísk.
Barnið sem nú er ófætt í leginu mínu er einfaldlega hluti af fjölskyldunni minni og ég kann mjög illa við að mér sé boðið að athuga hvort það sé heilbrigt svo ég geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort ég ætli að binda enda á meðgönguna eins og það er orðað á pólitískt réttan hátt.
Svona boð bera ekki vitni um virðingu gagnvart hinu ófædda barni. Af hverju er verið að bjóða mæðrum upp á slíka greiningu að fyrra bragði af landlækni? Er honum svona umhugað um mæðurnar eða er e.t.v. verið að stuðla að sparnaði í kerfinu? Það er ekki ódýrt fyrir þjóðfélagið að hugsa um fatlað fólk með því t.d. að byggja sambýli og reka þau.
Það væri nær að landlæknir beindi þeim tilmælum til ljósmæðra að upplýsa mæður um alla þá aðstoð sem er í boði fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og fyrir hinn fatlaða einstakling á fullorðinsárunum. Ég hef unnið með fötluðum og það er mín reynsla að fatlaðir á Íslandi eru oftast hamingjusamir, þeir auðga líf allra í kringum sig og þeir geta vel spjarað sig með góðri hjálp. /Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar um fósturskimun.
Ég flyt öllum konum og mæðrum blessunarkveðjur.
Helena
7.12.2008 | 17:16
Aðventan er sérstakur tími í hugum okkar kristinna manna.
Á Íslandi er aðventan og jólahald stór þáttur í lífi okkar, sterkar fjölskylduhefðir setja svip sinn á undirbúning og hefðir sem meiga ekki breytast. Fjölskyldan og vinir eru okkur mikilvæg , einnig þeir sem minna meiga sín við viljum að sem flestir njóti jólahaldsins, samkenndin og smæðin þjappar okkur saman. Í gær átti ég langt spjall við konu frá Mæðrastyrksnefnd , þörfin hefur aldrei verið brýnni . Ég spurði hana um jólagjafir fyrir börnin, hún sagði að mikil þörf væri fyrir hendi. Aðventan er tími ljóss og friðar, tími sem við finnum sterka þörf fyrir að sýna kærleika og umhyggju. Efst í huga okkar á þessum tíma er að halda utan um hvort annað.
Undirbúningur jóla til sveita...
Aðventan hefur gegnum tíðina verið undirbúningur fyrir jólahátíðina. Fólk undirbjó sig og heimili sín til að taka á móti jólunum. Hér áður fyrr, hélt fólk upp á jólaföstuinnganginn með þvi að hafa betri mat. Keppst var við vinnu aðallega ullarvinnu og prjónaskap sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól, staurvikuna , en hún fékk þetta furðulega heiti vegna þess að menn settu litlar spýtur á stærð við eldspýtur í augu sín til að varna þvi að þeir sofnuðu yfir vinnu sinni.
Menn fengu þá gjarnan auka-bita sem laun fyrir allt stritið, sá biti var nefndur staurbiti. Svo þurfti að huga að jólunum sjálfum. Þá var allt þvegið og sópað hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr rúmunum líka og jafnvel mestu sóðarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokkalegir.
Það var gömul trú hér á landi að Guð láti koma þíðviðri og þurk rétt fyrir jól, til þess að fólk geti þvegið af sér fötin og fengið þau sem fyrst þurr. Þennan þurrk var vant að kalla fátækraþerri. /skólavefurinn
AÐVENTAN
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.
Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.
Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.
Texti: Lilja Kristjánsdóttir
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)