13.11.2008 | 12:33
Við höldum Aglow veislu í kvöld kl.20 í Garðabæ
Aglow í Garðabæ er 2ja ára, ekki hár aldur ef meðal aldur er 70 ár svo við erum rétt að byrja lífið.
Árin tvö hafa verið ævintýri líkust og hefur félögum fjölgað um 400 % sem er all gott enda brennandi
áhugi meðal kvenna að taka þátt í kristilegum samtökum sem vilja hafa áhrif á þjóðfélagið, fjölskyldu, ættingja og vini. Konur eru konum bestar, enginn skilur heim kvenna jafn vel og við sjálfar, tengslanet okkar vex og dafnar æ fl. konur taka þátt í bænahópum, leshópum, líknarstarfi, stjórnunarstörfum, sinna leiðtogahlutverki og láta að sér kveða. Konurnar sem sigur boða er mikill her skrifar Davíð í sálmi 68.
Afmælishátíð í kvöld kl.20 dagskráin verður bæði skemmtileg og uppbyggileg við munum að sjálfsögðu syngja og lofa Guð, biðja fyrir innsendum bænaefnum, horfa á myndasýngu sem er ótrúlega skemmtileg, Edda Swan Stjórnarformaður Aglow á Íslandi mun flytja Orð kvöldsins.
Kaffi/te og sætuefni á borðum, kertaljós og hugguleg stemming. Kvöldið í kvöld er sannkallað Dömukvöld umvafið kærleika Drottins.
Mig langar að bjóða þér í afmælisparty í Garðabæinn kl.20.00 - 22.00
Staður og stund
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut í Garðabæ
( stutt frá Garðatorgi)
Allar konur,stelpur,húsfreyjur,mæður og dugmiklarkonur velkomnar.
Kær kveðja.
Helena
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:38 | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Takk fyrir síðast. Mikið var ánægjulegt að vera í afmælinu hennar Önnu. Hún er algjör perla.
Áfram Aglowkonur.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa = líka Aglowkona - sennilega sú eina hér á Vopnafirði.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:56
Góðan dag kæra Aglow systir.
TAkk sömuleiðis, við skemmtum okkur vel með Önnu og 130 konum sl. laugardagskvöld.
Láttu heyra frá þér austverji næst þegar þú kemur í bæinn ( ekki menninguna)
Guð blessi þig.
Helena
Helena Leifsdóttir, 14.11.2008 kl. 09:30
Rósa flotta fína.
Er Aglow starf á þínu svæði eða vísir að samskonar starfi? Við finnum fyrir gríðarlega miklum áhuga meðal kvenna á tengslaneti sem Aglowstarfið er. 'I gærkveldi var setið við öll borð í Skátaheimilinu, veitingar kláruðust, stemmingin var frábær, gleði og hamingja. Margar konur komu fram til fyrirbæna. Hvað um austfirði ? er ekki komin tími á nýsköpun í kristilegu starfi?
Til umhugsunar um helgina, kæra Aglow systir
Helena
Helena Leifsdóttir, 14.11.2008 kl. 09:40
Sæl og blessuð
Aglow starf er ekki hér á Vopnafirði og ekki heldur Jesú konur.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:41
Sæl Helena,
Aglow er frábært starf ég vissi ekki neitt um þetta starf fyrr en Ella hans kolla sagði mér frá því.
Magnað hvað þetta starf er að áorka.
hvar get ég nálgast bókina hans David Wilkerson sem þú talaðir um á blogginu hjá Rósu og hvað heitir bókin.
Ég sá hann á omega í vikunni og hann sagði að hann hefði varað við þessu fyrir 10 árum síðan og verið kallaður dómsdagsprédikari og meynað að tala í mörgum kirkjum.
heyrumst
Árni þór, 14.11.2008 kl. 17:21
Við Árni Kærleikur bíðum spennt eftir svari
Shalom/Rósa Guðskerling
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:07
Spennandi að grafa bókina hans David´s upp úr kistunni, en ég á hana í henglum því við Sigurður Wiium þýddum kafla úr bókinni á sínum tíma. Gefið mér smá tíma til að leita.
Blessun til ykkar.
Helena
Helena Leifsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:49
flott, fann 2 á netinu það er trúlega önnur þeirra
Árni þór, 16.11.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.