21.11.2008 | 13:08
Ísl. embættismenn og Litla gula hænan
Atburðarás síðustu vikur minnir á söguna um Litlu Gulu hænuna og vini hennar sem
vildu borða brauðið en ekki leggja neitt að mörkum.
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati,
Orðaleikur og laumuspil embættismanna og stjórnenda er með ólíkindum, enginn ber ábyrgð allir eru blásaklausir. Hvernig er hægt að koma fram í fjölmiðlum og horfa blákalt framan í þjóðina og segja "Ekki ég " Er hallærislegt að játa mistök og fara á mis við fyrirgefninguna ? Dapurlegt hugarfar ef rétt reynist.
Litla gula hænan rappútgáfa/
Litla gula hænan, litla gula hænan, hver ætlar nú að hjálpa þér, vænan? Við spyrjum enn og aftur um hænuna þá, hvort hún fari ekki bráðum smá hjálp að fá?
Litla gula hænan sagði "Jibbí jæ! Mikið var ég heppin - ég fann hveitifræ! Hver ætlar nú að planta fræinu hér? Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati, "Æ, ég nenni því ekki!" sagði grísinn lati. "Ef þið eruð svona ofsalega löt og sein, þá geri ég það bara alveg ein," - sagði litla gula hænan og fór - YO!
Litla gula hænan sagði "Jú hú hú! Það er komið að því að slá hveitið nú!" Hún fer og talar við alla sem hún sér: "Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Næsta skref, það er að mala kornið sem ég hef, svo að úr því verði mjöl, eins og sérhver sér. Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Hveiti í skál, við skulum búa til brauð, það er lítið mál! Hver vill koma hér og blanda vatn og ger? Réttið upp hönd sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Þetta er flott Nú er brauðið til, og það er heitt og gott. Svo nú segi ég við alla áður en ég fer: Réttið upp hönd sem vilja borða með mér!""Það vil ég!" sagði kisa. "Það vil ég" sagði Snati. "Ég vil líka!" sagði grísinn og stóð ekki á gati. "Fyrst þið voruð alltaf svona löt og sein, þá ætla ég bara að borða brauðið alein!" - sagði litla gula hænan og fór - YO!
Texti: Baldur A. Kristinsson, okt. 2005.
Byggt á "Little Red Hen" í Three Singing Pigs eftir Kaye Umansky.
www.bornogtonlist.net )
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Tek heilshugar undir með þér. Það væri nú betra að koma fram fyrir þjóðina og viðurkenna misstök og biðjast fyrirgefningar. Viðkomandi er meiri maður fyrir vikið.
Flott með "Litlu Gulu hænuna" Ekki ég.....
Vertu Guði falin "PRAKKARI"
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:13
Hæ skvíss.
Takk fyrir innlitið verst að geta ekki boðið þér upp á sopa. Hugarfar þjóðarinnar þarf greinilega að breytast vonandi náum við áttum öll sem eitt, játum mistök og breiskleika svo Guð geti grætt upp landið okkar.
ps. Ég er að velta þvi fyrir mér hvort sú gula hafi verið að baka heilsubrauð
Njóttu dagsins
Helena
Helena Leifsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:24
Þetta er nú bara snilldarrapp hahah. YO.
kv.
Linda.
Linda, 21.11.2008 kl. 19:09
Elsku dúlla - takk fyrir kveðjurnar ! og takk fyrir spjallið um daginn ! þú ert svo yndisleg og svo frábært að tala við þig.
Það lýsir frænda mínum vel - að skella sér í geiradalinn - hann er ekki mikill egóisti sem þarf að fá pakka og athygli þó hann eigi afmæli hehehehe semsakt ólíkur frænku sinni :)
knús og kossar
Sigga Guðna (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.