7.1.2009 | 23:43
Skemmtilegur félagsskapur -
Skemmtilegur félagsskapur
Mér finnst voða notalegt að mæta á Aglow fundina í Garðabænum, það er svo gott að geta lagt fram bænaefni, og mér finnst þetta vera svo góður félagsskapur við verðum allar svo góðar vinkonur, tek Aglow fram yfir saumaklúbb! en við sleppum náttúrulega ekki því að fá okkur eitthvað gott með kaffinu! ( Guðrún S)
Aglow kvöld fimmtudaginn 8. janúar kl. 20. 00 í Garðabæ
Aglow kvöld í Skátaheimilinu við Bæjarbraut kl. 20.00
Fyrsti fundur á nýju ári í skemmtilegum félagsskap eins og Guðrún nefnir hér að ofan. Við hefjum kvöldið stundvíslega kl.20 á kaffi og léttu meðlæti, njótum þess að spjalla og hlusta á góða tónlist. Dagskráin er fjölbreytt og innihaldsrík að vanda. Svanhildur opnar fundinn, Halldóra biður með okkur fyrir bænaefnum, Ásta Lóa kemur á óvart ( ómissandi gleðigjafi) Helena tekur fram gítarinn og leiðir okkur í samsöng.
Undir vængjum hans
Yfir skrift kvöldsins er " Undir vængjum hans" Setning tekin úr Sálmi 91; og Rutarbók. Helena ætlar að leiða okkur í allan sannleikan um Naomi og Rut, dugmiklar konur sem breyttu heimsmynd síns tíma. Það var kreppa í landinu og vandlifað. Naomi og Rut tvær konur með mikilvægt hlutverk, sem skyldu að Guð bregst aldrei, áætlun hans með líf okkar er áætlun til heilla og hamingju. Konan er mikilvæg í áætlun Guðs, hlutverk okkar og köllun er stærri en okkur grunar. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hvað Guðs orð segir um konur.
Væna konu hver hlýtur hana hún er miklu meira virði en perlur ( Orðsk. 31;10 )
Frábært kvöld í kærleiksríkum félagsskap, gott upphaf á nýju ári.
Vonast til að sjá þig á Aglow, við tökum vel á móti þér !
Kærleiks kveðja
Helena L.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Athugasemdir
<a href="http://www.christianglitter.com" ><img src="http://off1.picsrc.net/images/chrglt/scriptures/isaiahPassThroughTheWatersSunset.gif" border=0></a><br><a href="http://www.christianglitter.com" >Christian Glitter by www.christianglitter.com</a><br><br><FONT color=#1d1ffc size=5></FONT>
Helena Leifsdóttir, 10.1.2009 kl. 23:16
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Helena Leifsdóttir, 10.1.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.