4.12.2008 | 16:58
Íslendingar fá aðstoð í Óðinsvéum
Hátt í 20 íslenskar fjölskyldur sem búsettar eru Óðinsvéum á Fjóni hafa leitað eftir matvælaaðstoð Hjálpræðishersins í borginni að undanförnu. Að því er fram kemur í dagblaðinu Fyens Stiftstidende er efnahagskreppan á Íslandi ástæða fjárhagserfiðleika þeirra.
Talsmaður hersins sem blaðið ræðir við segir að hjálparbeiðnum hafi almennt fjölgað mikið síðastliðnar vikur. Í venjulegu árferði megi búast við að 300 fjölskyldur leiti ásjár hersins um jólaleytið en nú óski yfir 500 fjölskyldur eftir aðstoð. Fólkið fær að gjöf úttektarmiða í stórmörkuðum borgarinnar að upphæð 400-700 danskar krónur ( ísl.kr.9.000 -16.000 )en í sumum tilfellum er þörf á enn meiri aðstoð./ruv.is
Hjálpræðisherinn á Íslandi skipar stóran sess í huga okkar og ber ég sjálf mikla virðingu fyrir óeigingjörnu starfi þeirra. Nú fer sá tími í hönd sem hvað mest mæðir á sjálfboðaliðum og starfsfólki hersins, gefum rausnarlega í Jólapotta Hjálpræðihersins, kaupum Herópið blað fullt af kærleika og von, hjálpum vinum okkar að hjálpa öðrum. Hjálpræðisherinn á Íslandi
Birna Dís bloggvinkona mín skrifar þessi orð 2. des
...Ég kaupi minna fyrir mig þessi jól. Bruðla ekkert og set frekar pening til þeirra sem þarfnast þess með. Barnafólk sem lýður skort.Hvernig væri að við tækjum flest að okkur eina fjölskyldu sem á erfitt og léttum þeim lífið. Enginn þarf að vita hver "engillinn"er.5000 krónur kæmu einstæðri móðir eða fjölskyldu þar sem er engin vinna er vel.
BD/
Styrkur okkar á Íslandi er fólgin í smæðinni sem fæðir af sér samhug og vináttu til hvers annars
látum ekki bölmóð fjölmiðla ræna okkur voninni, baráttu andanum og íslenska húmornum.
Höldum áfram að biðja fyrir hvort öðru, ráðamönnum og ríksistjórn. Kristin trú er eina trúin sem gefur VON. Hjálp okkar er fólgin í Nafni Drottins, Hann mun aldrei bregðast, er ekki komin tími til að allir sem eitt biðji bænina " Himneski faðir viltu hjálpa okkur, viltu endurreisa og gefa nýja von fyrir land og þjóð, fyrirgefðu okkur að við gleymdum þér í dansinum kringum gullkálfinn, við þörfnumst þín. Í Jesú nafni / amen
Guð blessi ykkur kæru vinir.
Helena
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2008 | 13:55
Engillinn minn heitir " mamma"
Ég veit að þessi saga er ekki ný, því margar okkar hafa séð hana í e-maili en innihald
hennar á erindi til okkar í dag, hlýjar um hjartarætur og hvetur til dáða.Gott að vita að
mæður eru útvaldar af Guði fyrir litlu gullin, börnin okkar.
Gömul þjóðsaga segir frá barni sem var við það að fæðast.
Barnið snýr sér að Guði og segir:
Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina á morgun,
en hvernig get ég lifað eins lítill og ósjálfbjarga sem ég er?
Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér.
Þessi engill mun sjá um þig.
En segðu mér, hérna á himninum geri ég ekkert annað en að syngja
og brosa og það er nóg til þess að vera hamingjusamur.
Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann brosir til þín alla daga
og þú verður umlukinn ást hans og þannig verðurðu hamingjusamur.
En hvernig get ég skilið þegar fólkið talar við mig þar sem ég þekki ekki
tungumálið sem mennirnir tala ?
Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð sem þú hefur nokkur
tíma heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik kennir hann þér að tala.
En hvað geri ég ef ég vil tala við þig ?
Þá setur engillinn þinn hendurnar þínar saman og kennir þér að biðja.
Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn. Hver getur varið mig ?
Engillinn þinn mun verja þig, þó svo það kosti hann lífið.
En ég verð alltaf sorgmæddur því ég sé þig ekki oftar. Engillinn þinn á
eftir að segja þér frá mér og vísa þér veginn í áttina til mín, en þó mun
ég alltaf vera við hlið þér. Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn og
guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði:
Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara "Mömmu"
Mæður Guð blessi ykkur.
Helena
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2008 | 23:17
„Vinur elskar ætið og í raunum er hann sem bróðir.“
Undanfarna daga hef ég verið að hugsa um vináttuna og gildi hennar. Að eiga trausta og góða vini er mikill fjársjóður sem fæðir af sér óteljandi minningar og gleði. Ég segi stundum við fólk sem ég hitti, gerðu Guð að vini þínum Hann bregst aldrei. Vinur elskar ætið og í raunum er hann sem bróðir. ( Orðsk. 17;17 )
Vináttusambönd eru einhver fallegustu og nánustu sambönd sem við getum átt. Til að geta deilt lífi okkar, vonum okkar, gleði og vonbrigðum, þurfum við að eiga vin. Nútímafólk er oft mjög önnum kafið, og því miður bitnar það stundum á því hvernig við ræktum sambandið við vini okkar. En á öllum tímum hefur fólk metið það mjög mikils að eiga góða vini. Við erum svo blessuð að geta átt vin í Guði og Jesús Kristi, Guð þráir að eiga náið vinasamband við okkur.
Engin á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það sem ég býð yður. (Jóh. 15;13-)
Jesús sannaði vináttu sína þegar hann dó á krossinum fyrir okkur.Gerðu Jesú Krist að víni þínum, Hann mun aldrei bregðast þér.
Guð gefi þér yndislegan dag
Helena
ps. Orð Guðs til þín "Lesa"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 13:09
Basar Kristniboðsfélags kvenna í dag, Miðbæ v/ Háleitisbr. 58-60
Skemmtilegur dagur framundan, reyndar allar helgar fram að jólum getum við glatt þá sem minna mega sín, að gefa er gleði og sæt tilfinning sem enginn má fara á mis við. Gjöfin getur verið hlýlegt bros, orð eða hjálpa þeim sem standa að hjálparstarfi. Samtökin ABC og Kristniboðssambandið eiga athygli mína.
Jólabasar Kristniboðsfélags kvenna 22. nóvember kl.14.00- 17.00 Kristniboðssalnum, Miðbæ við Háaleitisbraut 58-60
Á boðstólum verður handavinna, ýmisleg gjafa- og jólavara, kökur og smákökur, happdrætti og fleira. Einnig verður tækifæri til að setjast niður með kaffibolla og vöflur. Basarinn hefur verið mikilvæg tekjulind fyrir kristniboðið í áratugi og hvetjum við alla velunnara starfsins til að líta inn.
Súpa og brauð í hádeginu á laugardögum til styrktar ABC
Veitingastaðurinn Basil og Lime, Klapparstíg 38 ætlar að bjóða vegfarendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn og kostar 500 kr. Allur ágóði súpusölunnar rennur í neyðarsjóð ABC barnahjálpar. Súpusalan hefst laugardaginn 15. nóvember.
Við hvetjum alla sem leggja leið sína í miðbæinn að staldra við, fá sér heita súpu í hádeginu og styrkja gott málefni. Vegna gengislækkunnar krónunnar er þörfin fyrir aðstoð mikil.
Málverk listamannsins Tolla á uppboði til styrktar ABC
Á sýningunni verður efnt til uppboðs á málverki Tolla sem hann gefur til styrktar ABC barnahjálp,
en á sýningunni verður sérstök kynning á barnahjálp ABC.Reykjavík Art Gallerý er opið alla daga nema mánudaga kl. 14.-17
Njótum helgarinnar, elskum hvort annað.
Guðs blessun gleði hjarta þitt í dag.
Helenaps. Viltu draga mannakorn? Lesa hér
Guðs blessun gleði hjarta þitt í dag.
Helena
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 13:08
Ísl. embættismenn og Litla gula hænan
Atburðarás síðustu vikur minnir á söguna um Litlu Gulu hænuna og vini hennar sem
vildu borða brauðið en ekki leggja neitt að mörkum.
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati,
Orðaleikur og laumuspil embættismanna og stjórnenda er með ólíkindum, enginn ber ábyrgð allir eru blásaklausir. Hvernig er hægt að koma fram í fjölmiðlum og horfa blákalt framan í þjóðina og segja "Ekki ég " Er hallærislegt að játa mistök og fara á mis við fyrirgefninguna ? Dapurlegt hugarfar ef rétt reynist.
Litla gula hænan rappútgáfa/
Litla gula hænan, litla gula hænan, hver ætlar nú að hjálpa þér, vænan? Við spyrjum enn og aftur um hænuna þá, hvort hún fari ekki bráðum smá hjálp að fá?
Litla gula hænan sagði "Jibbí jæ! Mikið var ég heppin - ég fann hveitifræ! Hver ætlar nú að planta fræinu hér? Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati, "Æ, ég nenni því ekki!" sagði grísinn lati. "Ef þið eruð svona ofsalega löt og sein, þá geri ég það bara alveg ein," - sagði litla gula hænan og fór - YO!
Litla gula hænan sagði "Jú hú hú! Það er komið að því að slá hveitið nú!" Hún fer og talar við alla sem hún sér: "Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Næsta skref, það er að mala kornið sem ég hef, svo að úr því verði mjöl, eins og sérhver sér. Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Hveiti í skál, við skulum búa til brauð, það er lítið mál! Hver vill koma hér og blanda vatn og ger? Réttið upp hönd sem vilja hjálpa mér!"
Litla gula hænan sagði "Þetta er flott Nú er brauðið til, og það er heitt og gott. Svo nú segi ég við alla áður en ég fer: Réttið upp hönd sem vilja borða með mér!""Það vil ég!" sagði kisa. "Það vil ég" sagði Snati. "Ég vil líka!" sagði grísinn og stóð ekki á gati. "Fyrst þið voruð alltaf svona löt og sein, þá ætla ég bara að borða brauðið alein!" - sagði litla gula hænan og fór - YO!
Texti: Baldur A. Kristinsson, okt. 2005.
Byggt á "Little Red Hen" í Three Singing Pigs eftir Kaye Umansky.
www.bornogtonlist.net )
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2008 | 17:27
Lykill að blessunum
Linda og Rósa bloggvinurnar hvetja til blessunarbloggs, yndisleg hugmynd. Blessun er velþóknun og snerting frá Guði yfir líf og starf. Blessun er náð og kærleikur Guðs fyrir líf okkar. Biblían " Heilög ritning" er yfirfull af versum um blessanir Drottins. Ef þú verð inná www.biblian.is og skrifar "blessun" muntu verða undrandi.
Lykil að blessunum er að finna í 5. mós.28,-
Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir þig í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu,og þá munu fram við þig koma og á þér rætast allar þessar blessanir, ef þú hlýðir raustu Drottins Guðs þíns:
Blessaður ert þú í borginni og blessaður ert þú á akrinum.
Blessaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns og ávöxtur fénaðar þíns, viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar.
Blessuð er karfa þín og deigtrog þitt.
Blessaður ert þú, þegar þú gengur inn, og blessaður ert þú, þegar þú gengur út.
Drottinn mun láta óvini þína bíða ósigur fyrir þér, þá er upp rísa í móti þér. Um einn veg munu þeir fara í móti þér, en um sjö vegu munu þeir flýja undan þér.
Drottinn láti blessun fylgja þér í forðabúrum þínum og í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, og hann blessi þig í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.
Drottinn gjöri þig að lýð, sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefir svarið þér, ef þú varðveitir skipanir Drottins Guðs þíns og gengur á hans vegum.
Og allar þjóðir á jörðinni munu þá sjá, að þú hefir nefndur verið eftir nafni Drottins, og þær munu óttast þig.
Drottinn mun veita þér gnægð gæða í ávexti kviðar þíns og í ávexti fénaðar þíns og í ávexti lands þíns í landi því, sem Drottinn sór feðrum þínum að gefa þér.
Drottinn mun upp ljúka fyrir þér forðabúrinu sínu hinu góða, himninum, til þess að gefa landi þínu regn á réttum tíma og blessa öll verk handa þinna, og þú munt fé lána mörgum þjóðum, en sjálfur eigi þurfa að taka fé að láni.
Drottinn mun gjöra þig að höfði og eigi að hala, og þú skalt stöðugt stíga upp á við, en aldrei færast niður á við, ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag, til þess að þú varðveitir þær og breytir eftir þeim, og ef þú víkur ekki frá neinu boðorða þeirra, er ég legg fyrir yður í dag, hvorki til hægri né vinstri, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim.
5. mós. 28,
Hver er lykillinn að blessunum Drottins?
Hlýða,heiðra og elska Nafnið hans
Hlýða og heiðra Orð hans " Heilög ritning!
Elta ekki aðra guði,né þjóna þeim.
Svo einfalt er það kæru vinir mínir og elskuðu samlandar
og systkini í Jesú Kristi.
Drottinn Guð blessi þig allar stundir.
Helena
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2008 | 13:34
Allt snýst þetta um viðhorf.
Kona ein vaknaði að morgni,
leit í spegilinn,
og sá að hún var aðeins með þrjú hár á höfðinu.
'Jæja" hugsaði hún, ætli ég hafi ekki hárið greitt aftur í dag.'
Sem hún og gerði og átti fínan dag.
Næsta dag vaknaði hún,
leit í spegilinn
og sá að hún var aðeins með tvö hár á höfðinu.
'H-M-M,' hugsaði hún,
'Ætli ég skipti ekki bara í miðju í dag.'
Sem hún og gerði og átti frábæran dag.
Næsta dag vaknaði hún,
leit í spegilinn og sá
að það var aðeins eitt hár á höfðinu.
'Jæja,' sagði hún, ætli ég verði ekki með
hárið í tagli í dag.'
Sem hún og gerði og átti skemmtilegan dag.
Næsta dag vaknar hún,
lítur í spegilinn og sér
að það var ekki stingandi strá á höfðinu.
'YAY!' hrópaði hún.
'Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af hárgreiðslu í dag!'
Allt snýst þetta um viðhorf.
Lífið snýst ekki um að bíða eftir að storminn lægi..
það snýst um að treysta Guði í öllum kringumstæðum
Guð bregst aldrei.
Njótum helgarinnar
Elskum hvort annað
Guðs blessun allar stundir.
Helena
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008 | 12:33
Við höldum Aglow veislu í kvöld kl.20 í Garðabæ
Aglow í Garðabæ er 2ja ára, ekki hár aldur ef meðal aldur er 70 ár svo við erum rétt að byrja lífið.
Árin tvö hafa verið ævintýri líkust og hefur félögum fjölgað um 400 % sem er all gott enda brennandi
áhugi meðal kvenna að taka þátt í kristilegum samtökum sem vilja hafa áhrif á þjóðfélagið, fjölskyldu, ættingja og vini. Konur eru konum bestar, enginn skilur heim kvenna jafn vel og við sjálfar, tengslanet okkar vex og dafnar æ fl. konur taka þátt í bænahópum, leshópum, líknarstarfi, stjórnunarstörfum, sinna leiðtogahlutverki og láta að sér kveða. Konurnar sem sigur boða er mikill her skrifar Davíð í sálmi 68.
Afmælishátíð í kvöld kl.20 dagskráin verður bæði skemmtileg og uppbyggileg við munum að sjálfsögðu syngja og lofa Guð, biðja fyrir innsendum bænaefnum, horfa á myndasýngu sem er ótrúlega skemmtileg, Edda Swan Stjórnarformaður Aglow á Íslandi mun flytja Orð kvöldsins.
Kaffi/te og sætuefni á borðum, kertaljós og hugguleg stemming. Kvöldið í kvöld er sannkallað Dömukvöld umvafið kærleika Drottins.
Mig langar að bjóða þér í afmælisparty í Garðabæinn kl.20.00 - 22.00
Staður og stund
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut í Garðabæ
( stutt frá Garðatorgi)
Allar konur,stelpur,húsfreyjur,mæður og dugmiklarkonur velkomnar.
Kær kveðja.
Helena
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.11.2008 | 18:16
Það kostar ekkert að elska !
Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að
negla það á girðingarstaur hjá sér, þegar togað var í samfestinginn hans.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann
og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíuogníukrónur
er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði
" Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stáksins ljómuðu já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu síðan kom
enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við þá.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,
komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg hans og voru festar
við sérsmíðaðan skóinn.
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að
halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði hann framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp
og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins
"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
"Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2008 | 18:24
Einlægur Páll Óskar í messu í dag!
Páll Óskar trekkir hugsaði ég og horfði yfir kirkjubekkina sem voru þéttsetnir. Ungtfólk, barnafólk, eldri borgarar, konur og karlar á miðjum aldri, já, hér var komin öll flóran. Séra Hjörtur leiddi messuna og Anna leiddi fjöldasöng á lifandi og skemmtilegan máta, hún labbaði um kirkjuna og hvatti fólk til söngs.
Mér þykir ákaflega vænt um Pál Óskar því hann er einn af bænadrengjunum mínum í bænabókinni
minni. Svo ég ákvað að fara í Fríkirkjuna og hlusta á poppstjörnuna,dj-snúðinn og tónlistar
manninn Pál Óskar.
Páll Óskar var einlægur og bláttáfram þegar hann talaði úr prédikunarstólnum, talaði opinskátt
um líf sitt og reynslu sagði frá kynnum sínum af æðri mætti sem hann segir að heiti Guð.
Um tíma var hann eins og við öll, með Guð í rassvasanum, talaði við hann þegar eitthvað bjátaði á.
Guð skyldi greinilega strákinn þvi ofast fékk hann hjálpina = bænasvar.
Páll Óskar skyldi að það er eitthvað stærra og meira á bak við leyndardóm lífsins. Svarið fékkst
í gegnum erfiða reynslu og áfall í formi skuldasúpu og kreppu. Á þeim tíma var Guð ekki hafður í
rassvasanum heldur tekin upp og játað ; Ég þarf hjálp... Páll fór á hnén og hjálpin kom í formi
nýrra hugmynda og lausna smám saman tókst að greiða upp allar skuldir, með Guðs hjálp.
(Hér mættu ísl. ráðamenn og þjóðin öll fara að dæmi Páls Óskars, þegar við játum ósigur okkar og
leitum eftir hjálp Drottins mun hjálpin koma í formi nýrra hugmynda og lausna.)
Nýr og betri Páll Óskar ( laus við stolt og hroka) fer að pæla nánar í tilgangi lífsins og Guði
þegar litið er út um gluggann er það sköpunarverkið í formi Trés sem vitnar um máttarverk Guðs
og sköpunarkraft sem sannfærir strákinn um " Stóran Guð"
Páll Óskar setti fram skemmtilega kenningu sem hljómar einhvernvegin svona;
Það sem þú getur ekki = Guð
Það sem ekki er hægt að útskýra = Guð
Á einum stað var ég ekki sammála Páli mínum, hann er ekki hrifin af Gamla Testamenntinu og þeim
grimma Guði sem sögurnar fjalla um. Hann þekkir ekki þann Guð, hans Guð er kærleikur. Ég er aftur
á móti er heilluð af GT. sem innihalda Mósebækurnar ( Boðorðin 10 )spámennina, sálmana og orðskviði Salómons o.s.f.v Guð er kærleiksríkur Guð þessvegna hefur hann sett upp reglur og leiðbeiningar okkur til gæfu við mennirnir komum okkur sjálf í net syndarinnar, eina lausnin er að leita eftir hjálp Guðs og játa sekt okkar og mistök þá mun Föðurkærleikur Guðs fyrirgefa,umvefja og allt verður nýtt við verðum frjáls.
td. ef ísl. útrásin hefði fengið aðhald og búið við reglur og leiðbeiningar værum við betur sett-
á sama hátt þurfum við reglur og leiðbeingar Guðs, já Guð er kærleikur, ást hans og umhyggja
birtist í stærstu gjöf allra tíma, Því að svo elskaði Guð að hann gaf
Því svo elskaði Guð heiminn
að hann gaf son sinn eingetinn
til þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Jóh. 3,16-
Ég tek undir með Páli Óskari að " Guð er langflottastur "
Blessunar óskir.
Helena