16.11.2008 | 17:27
Lykill að blessunum
Linda og Rósa bloggvinurnar hvetja til blessunarbloggs, yndisleg hugmynd. Blessun er velþóknun og snerting frá Guði yfir líf og starf. Blessun er náð og kærleikur Guðs fyrir líf okkar. Biblían " Heilög ritning" er yfirfull af versum um blessanir Drottins. Ef þú verð inná www.biblian.is og skrifar "blessun" muntu verða undrandi.
Lykil að blessunum er að finna í 5. mós.28,-
Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir þig í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu,og þá munu fram við þig koma og á þér rætast allar þessar blessanir, ef þú hlýðir raustu Drottins Guðs þíns:
Blessaður ert þú í borginni og blessaður ert þú á akrinum.
Blessaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns og ávöxtur fénaðar þíns, viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar.
Blessuð er karfa þín og deigtrog þitt.
Blessaður ert þú, þegar þú gengur inn, og blessaður ert þú, þegar þú gengur út.
Drottinn mun láta óvini þína bíða ósigur fyrir þér, þá er upp rísa í móti þér. Um einn veg munu þeir fara í móti þér, en um sjö vegu munu þeir flýja undan þér.
Drottinn láti blessun fylgja þér í forðabúrum þínum og í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, og hann blessi þig í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.
Drottinn gjöri þig að lýð, sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefir svarið þér, ef þú varðveitir skipanir Drottins Guðs þíns og gengur á hans vegum.
Og allar þjóðir á jörðinni munu þá sjá, að þú hefir nefndur verið eftir nafni Drottins, og þær munu óttast þig.
Drottinn mun veita þér gnægð gæða í ávexti kviðar þíns og í ávexti fénaðar þíns og í ávexti lands þíns í landi því, sem Drottinn sór feðrum þínum að gefa þér.
Drottinn mun upp ljúka fyrir þér forðabúrinu sínu hinu góða, himninum, til þess að gefa landi þínu regn á réttum tíma og blessa öll verk handa þinna, og þú munt fé lána mörgum þjóðum, en sjálfur eigi þurfa að taka fé að láni.
Drottinn mun gjöra þig að höfði og eigi að hala, og þú skalt stöðugt stíga upp á við, en aldrei færast niður á við, ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag, til þess að þú varðveitir þær og breytir eftir þeim, og ef þú víkur ekki frá neinu boðorða þeirra, er ég legg fyrir yður í dag, hvorki til hægri né vinstri, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim.
5. mós. 28,
Hver er lykillinn að blessunum Drottins?
Hlýða,heiðra og elska Nafnið hans
Hlýða og heiðra Orð hans " Heilög ritning!
Elta ekki aðra guði,né þjóna þeim.
Svo einfalt er það kæru vinir mínir og elskuðu samlandar
og systkini í Jesú Kristi.
Drottinn Guð blessi þig allar stundir.
Helena
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Flott hjá þér Ertu búin að kíkja hjá mér? Gaman ef þú myndir kíkja og skilja eftir spor á síðunni.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:42
Hæ,
Flott ertu og listræn Rósa flotta fína, sniðug þessi síða christianglitter. Ég kíki á þig og blessa þig bak og fyrir.
Sjáumst.
Helena
Helena Leifsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:07
Linda, 17.11.2008 kl. 16:43
Sæl vertu Helena!
Drottinn blessi þig bak og fyrir!
Kveðja Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.